Frétt

bb.is | 06.10.2016 | 16:50Hjörleifur Valsson leikur á minningartónleikum

Hjörleifur Valsson og Ourania Menelaou.
Hjörleifur Valsson og Ourania Menelaou.

Hinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún er ættuð frá Kýpur, en starfar nú einkum í London og Prag. Á tónleikaskránni eru einkum verk samin á síðustu öld eftir ýmsa höfunda.

Tónleikarnir eru haldnir í minningu hjónanna Sigríðar Jónsdóttur (1922-1993) og Ragnars H. Ragnar (1898-1987) en þau voru sannkallaðir brautryðjendur á sviði ísfirsks tónlistarlífs og þjóðþekkt fyrir störf sín í þágu vestfirskrar menningar. Ragnar H. stýrði Tónlistarskóla Ísafjarðar í 36 ár meðfram því að stjórna kórum bæjarins, gegna organistastarfi, annast tónleikahald auk fjölda annarra verkefna á sviði menningarlífs bæjarins. Sigríður kona hans var geysivinsæll kennari við bæði Grunnskólann og Tónlistarskólann um margra áratuga skeið og var hún ekki síður en maður hennar virkur þátttakandi í menningar- og félagslífi bæjarbúa.

Hjörleifur Valsson (f.1970) lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Osló árið 1993,þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatóríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammersveitum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl.Mus.gráðu frá Folkwang Hochachule í Essen sumarið 2000. Á námsárum sínum í Mið-Evrópu sótti hann námskeið hjá Grigorij Zhislin, Truls Mörk, Pierre Amoyal, Sergey Stadler, Pavel Gililov o.fl. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap o.fl., samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og margodt tekið þátt í upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Hjörleifur hefur verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi um margra ára skeið en er nú búsettur í Noregi.

Píanóleikarinn og tónvísindakonan Ouranioa Menelaou er fædd á Kýpur. Hún útskrifaðist frá Prag-konservatóríinu árið 1996, en stundaði áfram nám við Karls-háskólann í Prag og lauk þar meistaraprófi í tónvísindum. Hún stundaði síðan framhaldsnám hjá Uriel Tsachor í píanóleik við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum og lauk þar prófi 2006. Ourania hefur komið mjög víða fram bæði sem einleikari og í kammertónlist og hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Grikklandi, Kýpur, Þýskalandi, Noregi og Íslandi. Þá hefur hún unnið að fjölbreyttum rannsóknum í tónvísindum en einkum beitt sjónum sínum að píanótónlist 19. og 20. aldar. Hún hefur sérstaklega rannasakað tónlist tékkneska tónskáldsins Leos Janaceks og gríska tónskáldsins nikos Skalkottas. Nú vinnur hún að rannsókn á píanótónlist sem samin hefur verið eftir árið 1945 við Goldsmiths háskólann í London og heldur fyrirlestra við New York University sem á aðsetur í Prag.

Í vor komu þau Hjörleifur og Ourania á fót nýrri kammertónleikaröð við New York University í Prag.

smari@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli