Frétt

bb.is | 05.10.2016 | 16:50Langerfiðasta verkefni leikferilsins


Nýjustu sýningu Kómedíuleikhússins, þeirri fertugustu sem leikhúsið setur upp, um einbúann Gísla á Uppsölum hefur verið afar vel tekið. Búið er að sýna tvær sýningar fyrir fullu húsi, annarsvegar á slóðum Gísla í Selárdal og svo á Þingeyri um síðustu helgi. Einnig fékk forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson að sjá brot úr verkinu á fjölmennri fjölskylduhátíð í Félagsheimilinu á Patreksfirði á mánudag er hann var í opinberri heimsókn í Vesturbyggð.

Það er Elfar Logi Hannesson sem leikur nágranna sinn úr Arnarfirðinum. Hann segir viðtökurnar við sýningunni hafa verið framar vonum, „þetta er átakamikil saga og vissulega er dramatíkin í aðalhlutverki en stundum styttir upp. Í stað þess að gefa verkinu stjörnur má segja að þetta sé alveg þriggja vasaklúta stykki.“

Elfar Logi segir jafnframt að hann og Þröstur Leó sem leikstýrði verkinu hafi verið orðnir ansi stressaðir fyrir frumsýningu og að stressið hafi aðallega helgast af því hversu spennt fólk almennt virtist vera fyrir sýningunni. „Gísli hefur verið og er enn þjóðinni mjög kær. Við fengum að heyra í hvert sinn er við svöruðum fólki að við værum að æfa einleik um Gísla á Uppsölum, „í alvöru, þetta verð ég bara að sjá. Sýnið þið ekki í borginni - eða sýnið þið ekki á Hofsósi?“

Við fengum líka að heyra. „Nei, það líst mér ekki á!“ Eða, „á nú að fara gera grín að Gísla?“ Allt þetta, og sérstaklega svörin frá þeim sem leist illa á hugmyndina héldu okkur sannarlega við efnið. Ég viðurkenni að þetta er það langerfiðasta sem ég hef gert á mínum snauða leikaraferli. Ég yrði því bara alveg sáttur ef þetta væri mín síðasta rulla.“

Aukasýning verður á verkinu í Félagsheimilinu á Þingeyri annað kvöld klukkan 20 og í næst á dagskrá er svo að fara með verkið um Norðurland þar sem meðal annars verður sýnt í Hlöðunni að Litla-Garði 14. og 15.október. Elfar Logi segir það drauminn að geta sagt sögu einbúans Gísla á Uppsölum sem víðast og minnir á að kveikt sé á símanum og númerið sem panta má sýninguna í: 891 7025

smari@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli