Frétt

bb.is | 04.10.2016 | 09:37Notkun ófrjórra laxa verið skoðuð í ráðuneytinu


Sjávarútvegsráðuneytið hefur kannað hugmyndir um að nota ófrjóa laxa í sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Ekki hefur þó komið til að skilyrða leyfisveitingar við ófrjóa laxa. Þetta kemur fram í svari Gunnars Braga Sveinssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG í Norðausturkjördæmi.

Aðferðin við að gera lax ófrjóan kallast þrílitnun og hefur verið þekkt lengi í fiskeldi, en þá eru hrogn laxins með þremur litningum í stað tveggja. Fyrir vikið verður fiskurinn ófrjór og getur ekki fjölgað sér. Þetta er gert með háþrýstingi og nákvæmri stjórnun á hitastigi hrognanna.

Í svari sjávarútvegsráðherra segir að þrílitnun geti leitt til aukinna affalla á hrogna- og smáseiðastigi og þá hefur einnig gætt aukinnar tíðni vanskapaðra seiða. Með auknum rannsóknum og þróun á liðnum missirum hefur komið í ljós að dregið hefur úr þessum neikvæðu áhrifum.

Ráðherra vitnar til tilrauna í Finnmörku og Tromsö í Noregi sem hafa sýnt að ófrjósemi geti haft jákvæð áhrif í för með sér, þar sem svo virðist sem vöxtur sé betri í köldum sjó en hjá frjóum laxi, en töluverð áhersla er lögð á þessar rannsóknir í Noregi. Fyrirtæki sem fengið hafa úthlutað svokölluðu „grænu“ laxeldisleyfi í Norður-Noregi eru bundin þeim kvöðum að mega eingöngu nýta ófrjóan lax til áframeldis og hafa þau keypt slík hrogn af Stofnfiski hf. Ráðuneytið hefur einnig upplýsingar um að í undirbúningi sé tilraun hjá íslensku sjókvía¬eldisfyrirtæki í samvinnu við Hafrannsóknastofnun á notkun á ófrjóum laxahrognum frá Stofnfiski hf.

Steingrímur spurði ráðherrann einnig út í hans afstöðu til þess að leyfa aðeins eldi á laxi af erlendum uppruna í sjókvíum við Ísland að um ófrjóan fisk sé að ræða. Í svari Gunnars Braga kemur fram að ekki sé hægt að svara þessari spurningu meðan ekki liggur fyrir reynsla af nýtingu ófrjórra laxa í laxeldi á Ísland.

„Það er svo ekki eingöngu reynsla í eldinu sjálfu sem skiptir máli því auðvitað verður að liggja fyrir hvernig markaðurinn bregst við afurðum af þrílitna ófrjóum laxi, sem ekki er þýðingarminna í þessu samhengi. Til að útskýra þetta nánar er hægt að vísa til umræðu um erfðabreytt matvæli. Ef afurðir ófrjós lax yrðu felldar þar undir með beinum eða óbeinum hætti gæti það mögulega haft neikvæð áhrif á afsetningu hans á mörkuðum,“ segir í svari sjávarútvegsráðherra.

Stórfelld áform eru uppi í sjókvíaeldi á Vestfjörðum og á Austfjörðum og í ljósi þess spurði Steingrímur hvort að ekki ætti að beita heildstæðu mati á landsvísu á grundvelli aðferðafræði við umhverfismat áætlana til að fá vitneskju um áhrif sjókvíaeldis á laxi af erlendum uppruna.
Gunnar Bragi segir mikilvægt að fyrir liggi hver sé áætta fyrir þau svæði þar sem nú er stundað laxeldi og þar sem áform eru um eldi lax af norskum uppruna. Í ráðuneytinu er verið að undirbúa gerð stefnumótunar stjórnvalda í fiskeldi. Í tengslum við þá vinnu er gert ráð fyrir að unnið verði mat á þessari áhættu og til hvaða mótvægisaðgerða verði hægt að grípa til að minnka áhættu verði þörf á því.

smari@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli