Frétt

bb.is | 03.10.2016 | 14:50Tekinn tvisvar dópaður undir stýri


Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Báðir ökumennirnir voru stöðvaðir í akstri á Ísafirði. Annar þeirra hafði verið sviptur ökuréttindum fyrr í haust vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Í bifreið annars ökumannsins fundust innan við 10 grömm af kannabisefnum. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni síðustu viku.

Einn maður gisti fangageymslu á Ísafirði aðfaranótt 29. september en hann var handtekinn kvöldið áður ölvaður og æstur á veitingahúsi á Ísafirði. Hann mun hafa brotið rúðu og valdið skemmdum á staðnum. Maðurinn var látinn sofa úr sér vímuna og ná áttum áður en honum var hleypt út.
Ölvaður karlmaður var staðinn að verki við að brjóta glerflösku á almanna færi í miðbæ Ísafjarðar. Hann var ölvaður og æstur. Maðurinn má búast við sektum skv. lögreglusamþykkt Ísafjarðarbæjar vegna athæfisins.

Alls voru 38 ökumenn kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í umdæminu. Flestir þessara ökumanna voru mældir í Strandasýslu. Sá sem hraðast ók var mældur á 128 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Tveir af þessum ökumönnum reyndust vera með útrunnin ökuréttindi og fá aukalega sekt fyrir það brot.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að leggja ólöglega í Hnífsdal í liðinni viku. Ökumenn eru hvattir til að leggja eins og lög segja til um. Ólögleg lagning s.s. á gangstétt eða nærri gatnamótum veldur óþægindum og beinlínis er hættulegt gagnvart öðrum vegfarendum, hvort heldur gangandi eða akandi.

Knapi féll af hestbaki við smölun í Korpudal í Önundarfirði um miðjan dag þann 2. október sl. Maðurinn hlaut innvortis áverka sem þó voru ekki taldir lífshættulegir. Sjúkraflutningsmenn og björgunarsveitarmenn voru kallaðir til aðstoðar.

Rétt rúmlega 06:00 að morgni sunnudagsins 2. október barst tilkynning um umferðarslys við Hnífsdalsveg. Bifreið, sem ekið var þar um, hafnaði á ljósastaur og lagði hann niður. Í framhaldinu valt bifreiðin ofan vegarins. Ökumaður var einsamall í bifreiðinni. Hann hlaut ekki alvarlega áverka enda spenntur í öryggisbelti. Ekki er útilokað að ástæða þessa óhapps sé þreyta og sifja. Ástæða er til að minna ökumenn á að huga vel að þessum þætti, að vera vel í stakk búinn til aksturs.

Þá vill lögreglan á Vestfjörðum minna á mikilvægi þess að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki á yfirhöfum sínum þannig að ökumenn eigi auðveldara með að sjá viðkomandi. Einnig vill lögreglan minna ökumenn á að yfirfara ljósabúnað bifreiða sinna.

smari@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli