Frétt

bb.is | 29.09.2016 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Tálknafjörður.
Tálknafjörður.

Skipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic Sea Farm hefur ekki verið með lax í sjó í fjörðunum. Eftir að fyrirtækin hófu gerð umhverfismatsins hefur Fjarðalax verið selt til Arnarlax, en verður rekið áfram sem sjálfstætt dótturfyrirtæki.

Skipulagsstofnun telur að umhverfismatið uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum en leggur til ákveðin skilyrði við leyfisveitingu starfseminnar.

Helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs fiskeldis Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði munu að mati Skipulagsstofnunar felast í áhrifum á fisksjúkdóma, laxalús, náttúrulega stofna laxfiska og botndýralíf. Þannig felast helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna m.a. í aukinni hættu á að sjúkdómar og laxalús berist frá eldinu í villta laxfiskastofna, einkum sjóbirting, sem dvelur í sjó í Patreksfirði og Tálknafirði hluta úr ári. Þótt far strokulaxa úr eldi fyrir nokkrum árum virðist hafa takmarkast við Patreksfjörð, er líklegt að sú mikla aukning sem er áformuð á framleiðslu í fjörðunum feli í sér meiri hættu á að lax sleppi úr eldiskvíunum og að áhrifa eldisins geti orðið vart utan Patreksfjarðarflóa, með tilheyrandi hættu á að eldislax blandist villtum laxastofnum. Stofnunin telur mikilvægt að tryggt verði að eldisbúnaður sé í samræmi við kröfur viðurkenndra staðla til að draga eins og kostur er úr þessari hættu. Einnig er mikilvægt að vöktun á lífríki hafsbotns á eldissvæðunum verði í samræmi við viðurkennda staðla og mat á burðarþoli verði uppfært í samræmi við vöktun á ástandi sjávar.

Eldisbúnaður samkvæmt norskum staðli

Varðandi strokufiska og blöndun eldisfisks við villta laxastofna segir í áliti stofnunarinnar að eldið mun leggjast saman við annað starfrækt og áformað laxeldi í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að tryggt sé að Fjarðalax og Arctic Sea Farm noti eldisbúnað af bestu gerð, þannig að hann standist veður og sjólag á eldissvæðum, og þjónustubátar séu þannig búnir að ekki sé hætta á að þeir geri gat á nætur eldiskvía. Við leyfisveitingu telur skipulagsstofnun að skilyrt verði að allur eldisbúnaður og verklag við kvíar verði í samræmi við norska staðalinn NS 9415.

Vaktað fyrir laxalús

Reynsla frá Noregi sýnir að ef laxalús eykst á eldisfiski getur ástandið fljótt orðið að faraldri. Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að sjóbleikja og sjóbirtingur drepst í meira mæli en lax af völdum laxalúsar, sem væntanlega skýrist af því að silungur dvelur lengur nærri fiskeldissvæðum en laxinn. Ljóst má vera að með auknu eldi aukast líkur á að smitsjúkdómar og laxalús magnist upp í og við eldiskvíar sem eykur smitálag á villta laxfiskstofna á nærliggjandi svæðum. Til að sporna við því að lúsasmit verði að faraldri telur Skipulagsstofnun mikilvægt að lúsasmit í eldinu sé vaktað og leggur til að við leyfisveitingar þurfi að setja skilyrði um eftirfarandi atriði til að draga úr hættu á að laxalús frá eldinu skaði villta laxfiskastofna í Patreksfirði og Tálknafirði:

• Viðmið um heimilaðan fjölda laxalúsa á eldisfiski með hliðsjón af áætlaðri hættu á afföllum villtra laxfiska.
• Vöktun á laxalús á eldisfiski og sýnataka verði á þeim tíma árs sem aðstæður eru hagstæðar fyrir vöxt laxalúsar.
• Niðurstöður vöktunar verði gerðar opinberar.
• Viðbragðsáætlun um mótvægisaðgerðir í samræmi við niðurstöður um smitálag frá eldisfiski hverju sinni og áhættu fyrir villta fiskistofna.
• Samræmda útsetningu seiða fyrirtækjanna til að lágmarka hættu á því að smit frá eldinu berist milli árgangasvæða.

Fylgst með áhrifum á sjávarbotninn

Lífrænn úrgangur frá fyrirhuguðu eldi mun safnast upp á botni undir sjókvíum og næsta nágrenni þeirra. Því verða áhrif eldisins á súrefnisinnihald sjávar við botn talsvert neikvæð á takmörkuðu svæði undir eldiskvíum og nokkuð neikvæð á innihald uppleystra næringarefna sjávar á stærra svæði út frá eldiskvíum. Neikvæð áhrif á botndýralíf verða því talsvert neikvæð á takmörkuðu svæði nærri eldisstað, en fjær verða áhrifin nokkuð neikvæð til óveruleg. Áhrifin eru afturkræf ef starfseminni er hætt.

Hámarkslífmassi mun þriðja hvert ár verða nálægt burðarþoli fjarðanna samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar. Hafa ber í huga að niðurstöður vöktunar á ástandi sjávar og lífríkis í botnlagi fjarðanna geta mögulega leitt í ljós að burðarþol hafi verið ofmetið. Skipulagsstofnun telur því mikilvægt að mat á burðarþoli verði uppfært í samræmi við frekari mælingar á ástandi sjávar og tekur undir með Hafrannsóknastofnun að vöktun þurfi að taka til allra umhverfisþátta sem varða mat á burðarþoli og tíðni mælinga að vera fullnægjandi.

Skipulagsstofnun við leyfisveitingar þurfi að setja skilyrði um eftirfarandi atriði til að afla vitneskju um áhrif eldisins á súrefnisbúskap í fjörðunum, styrkja mat á burðarþoli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og til vöktunar á botndýralífi á eldissvæðum:

• Vöktun á ástandi sjávar í fjörðunum til grundvallar endurskoðuðu burðarþolsmati verði í samræmi við ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar.
• Vöktun á uppsöfnun lífræns úrgangs á sjávarbotn undir og við eldiskvíar og áhrifum þess á botndýralíf verði byggt á staðlinum ISO 12878.
• Eldi hefjist ekki á ný að lokinni hvíld fyrr en hafsbotn á svæðinu hefur náð ásættanlegu ástandi, samkvæmt viðmiðum Umhverfisstofnunar.

smari@bb.is

 bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli