Frétt

bb.is | 29.09.2016 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Hópurinn í heimsókn í Bolungarvík, með þeim á myndinni er Jón Arnar Gestsson. Mynd af Fésbókarsíðu verkefnisins/Sigurjón Sveinsson
Hópurinn í heimsókn í Bolungarvík, með þeim á myndinni er Jón Arnar Gestsson. Mynd af Fésbókarsíðu verkefnisins/Sigurjón Sveinsson

Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu og er slysavarnarfélagið Landsbjörg hluti af því. 5 ár eru síðan að þessar skipulögðu ferðir hófust og standa þær yfir í viku hverju sinni.
Mennirnir sem til Íslands koma, eru frá sjóbjörgunarsveitum í Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð, Finnlandi, Englandi, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Að sama skapi og á sama tíma er íslenskt björgunarsveitafólk í sjö löndum að kynna sér starf sjóbjörgunarsveita sem þar starfa. Vestfirðingar hafa verið með öll árin og er í ár björgunarsveitarmaður frá Patreksfirði þátttakandi í Frakklandi.

 

Hópurinn kom til landsins á laugardag. Fóru þeir í kynningu hjá Rafnar skipasmíðastöð, til að kynnast hönnunarvinnu þar á nýju skrokklagi skipa. Á sunnudag fóru þeir og heimsóttu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og tóku með þeim æfingu á sjó með þyrlu Landhelgisgæslunnar og á mánudag áður en haldið var í Reykjanes var Slysavarnarskóli sjómanna heimsóttur. Mennirnir voru síðan sóttir í Reykjanes í gær á björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni, þar sem þeir fengu að kynnast kostum skipsins og ekki sparaði dýralífið í Djúpinu sig er hrefnur tóku sérstaka sýningu fyrir hina erlendu gesti rétt við bátinn, sem vakti gríðarlega lukku.

 

Sigurður Ragnar Viðarsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu fer fyrir hópnum og segir hann fara vel á með honum, en því er þannig farið að fólkið sem fer í IMRF ferðirnar þekkist ekki innbyrðis áður en það hittist í framandi landi við upphaf ferðar. Hann segir þó skondið hvernig tengslanetið teygir út anga sína eftir því sem árunum fjölgar og margir eigi orðið sameiginlega vini frá fyrri skiptum.

 

Hópurinn heldur til á Suðureyri, en heimsækir allar sveitir á svæðinu og vinnur hin ýmsu verkefni. Einnig fara þeir með björgunarsveitarbílum á þverfjall og segir Sigurður ekki úr vegi að kynna fyrir þeim ögn þá þætti sem sem fram fara á landi, þar sem íslenskar björgunarsveitir þurfa að geta starfað við allar aðstæður. Segir hann það ólík því sem gengur og gerist í Evrópu þar sem til að mynda þetta prógramm er sniðið að sjóbjörgunarsveitum, sem þá einvörðungu starfa við sjóbjörgun í sínu landi.

 

Verkefnið hér á landi er styrkt af Erasmus + starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og segir Sigurður því miklu muna að geta tekið þátt í svo viðamiklu verkefni með svo víðtækum ávinningi án þess að Landsbjörg þurfi að standa í beinum útgjöldum af þeim sökum.
Á morgun þurfa mennirnir sjálfir að skipuleggja og framkvæma björgun, þar sem sýnidæmið er slasaður ferðamaður á Hesteyri. „Við viljum sýna þeim eitthvað verkefni sem við gætum þurft að kljást við hér“ segir Sigurð um tilurð æfingarinnar.

 

Sigurður segist vonast til að ekki snjói mikið aðfaranótt föstudags, en þá er ferðinni er heitið á Patreksfjörð. Þar heimsækja þeir björgunarsveitarfólk á sunnanverðum Vestfjörðum og fara á Hnjót og sjá myndina um björgunarafrekið á Látrabjargi. Þá verður haldið suður á ný og á laugardag tekur ævintýrið enda er hver heldur til síns heima á ný.

Hvalaskoðun var óvæntur bónus á ferð björgunarsveitarmannanna yfir Ísafjarðardjúp í gær. Mynd af Fésbókarsíðu verkefnisins/Ómar Örn Sigmundsson.

annska@bb.is

 


 bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli