Frétt

bb.is | 21.09.2016 | 07:32Góðar tillögur sem koma Vestfjörðum að gagni

Pétur Markan
Pétur Markan

Ríkisstjórnin hefur afgreitt skýrslu Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu sem Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra skipaði í byrjun sumars. „Tillögurnar í heild eru góðar og fái þær brautargengi er ég viss um að starf nefndarinnar hefur orðið Vestfjörðum til gagns en ekki ógagns, sem hlýtur að vera rauði þráðurinn í erindisbréfi nefndarinnar,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Nefndin leggur áherslu á að flýta þurfi uppbyggingu innviða á Vestfjörðum og vinna markvisst að því að gera svæðið samkeppnishæft við aðra landshluta sem búsetukost, fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði og í samgöngum.

Nefndinni skipuðu þau Daníel Jakobsson, Valgeir Ægir Ingólfsson, Aðalbjörg Óskarsdóttir, Hanna Dóra Hólm Másdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson sem jafnframt var formaður.

Fjórðungssambandið starfaði náið með nefndinni og auk Péturs kom Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, að vinnu nefndarinnar.

„Að mínu viti er aðalstyrkur niðurstöðu nefndarinnar hvað tillögurnar endurspegla þarfir fjórðungsins vel og hversu breið samstaða er um þær og þar tel ég að framlag Fjórðungssambandsins hafi skipt mestu máli,“ segir Pétur.

Áður hefur verið greint frá að nefndin leggur til breytingar á skattkerfinu sem og sérkjör á námslánum til þeirra sem setjast að á Vestfjörðum. „Mér þykja þetta spennandi kostir. Það má með rökum halda því fram að við á Vestfjörðum greiðum fulla skatta án þess að fá alla þá grunnþjónustu sem skattarnir eiga að standa undir. Sérkjör á námslánum þekkjast til dæmis í Noregi og hafa gefist vel“ segir hann.

Pétur nefnir einnig tillögur nefndarinnar um að opinber uppbygging á innviðum og stofnunum tengdum fiskeldi verði á Vestfjörðum.

Meginstoð atvinnulífs á Vestfjörðum er sjávarútvegur. Í skýrslunni er varla minnst á þessa mikilvægustu atvinnugrein fjórðungsins. Pétur segir það eiga sér eðlilega skýringu. „Nefndinni bar að koma með raunhæfar tillögur. Það er ekkert í kortunum núna sem gefur okkur til kynna að það verði grundvallarbreytingar á sjávarútvegi og fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þegar á hólminn er komið efast ég um að það verði pólitísk samstaða um miklar breytingar. Ég er ekkert að útiloka breytingar á kerfinu sem geta komið Vestfirðingum vel, en við eigum kannski ekkert að bíða eftir þeim, ég ætla allavega ekki að bíða eftir þeim. Ef kvótakerfið var áfall fyrir Vestfirðinga, svo við tölum bara út frá sálgæslu, þá er spurning hvort að fjórðungurinn sé búinn að jafna sig eftir áfallið og nú sé komið að því að leita nýrra leiða,“ segir Pétur og bendir á að nú sé raunverulegt tækifæri til að skjóta annarri stoð undir Vestfirskt atvinnulíf, sem er fiskeldi.

„Það er með fiskeldið eins og annað sem er stórt í sniðum, við þurfum að fara varlega. En ef okkur tekst að vanda okkur og vinna vel þá erum við raunverulega að tala um að koma Vestfjörðum inn í nýja tíma.

Skýrsla um aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði

smari@bb.is

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli