Frétt

bb.is | 20.09.2016 | 16:48Fiðlusónötur Brahms í Hömrum

Þeir Bjarni Frímann og Pétur á góðri stundu.
Þeir Bjarni Frímann og Pétur á góðri stundu.

Tveir af fremstu tónlistarmönnum Íslendinga af yngstu kynslóðinni halda mjög áhugaverða háklassíska tónleika í Hömrum sunnudag 25.september kl. 17 í samvinnu við Tónlistarfélag Ísafjarðar. Þessir ungu tónlistarmenn eru þeir Pétur Björnsson fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri, píanó-, fiðlu- og lágfiðluleikari.
Á tónleikunum verða fluttar þær þrjár fiðlusónötur sem Johannes Brahms samdi fyrir fiðlu og píanó, en þær eru ákaflega rómantískar, ljóðrænar og ástríðufullar eins og við má búast af þessu tónskáldi og að margra áliti með því fegursta sem úr hans penna kom.

Bjarni Frímann Bjarnason fæddist í Reykjavík 1989. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2009 og bachelorprófi í fiðlu- og lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands sama ár þar sem kennarar hans voru Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson. Í kjölfarið nam hann vélaverkfræði við Háskóla Íslands og hljómsveitarstjórn við Hochschule für Musik – Hanns Eisler í Berlín undir handleiðslu Fred Buttkewitz. Bjarni Frímann hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníulhjómsveit Unga Fólksins, Philharmonisches Orchester Frankfurt a.d. Oder og ýmsum smærri hópum. Hann hefur komið fram sem fiðlu- og lágfiðluleikari á fjölmörgum tónlistarhátíðum bæði innan lands sem utan. Þá hefur hann á seinni árum haslað sér völl sem meðleikari og hefur komið fram sem slíkur m.a. með Angeliku Kirchschlager í Konzerthaus í Vín, leikið fjórhent með Helmut Deutsch í Fílharmóníunni í Berlín og í Vínarborg. Bjarni Frímann stýrði í haust sem leið flutningi á UR_, óperu Önnu Þorvaldsdóttur, við Óperuna í Osló, leikhúsin í Chur og Basel og mun á Listahátíð Í Reykjavík stýra óperunni í Hörpu.Þá hefur hann á undanförnum misserum fengist við að skrifa tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús oghefur nýlokið tónlistarstjórnum í uppsetningu Þorleifs Arnar Þorleifssonar á Villiönd og Þjóðníðingi Ibsens fyrir Þjóleikhús Norðmanna í Osló. Hann var útnefndur Bjartasta Vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2015. Bjarni Frímann hefur nokkrum sinnum komið fram á tónleikum á Ísafirði.

Pétur Björnsson er fæddur á Akranesi árið 1994. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2014. Hann útskrifaðist með framhaldspróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík haustið 2015 en kennarar hans þar voru Guðný Guðmundsdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson. Frá og með sama hausti hefur hann stundað nám við Tónlistarháskólann í Leipzig undir handleiðslu Elfu Rúnar Kristinsdóttur. Pétur hefur verið varamaður með hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2012 og virkur meðlimur í strengjasveitinni Skark frá árinu 2013. Þá hefur hann leikið með ensembleKONTRASTE hljómsveitinni í Nürnberg. Í nemendahljómsveitum Tónlistarskóla Reykjavíkur, Ungsveit sinfóníunnar og í háskólahljómsveitinni í Leipzig hefur Pétur gegnt starfi konsertmeistara. Sem sólisti hefur hann komið fram með Hljómsveit Tónlistarkólans í Reykjavík haustið 2014 er hann lék fiðlukonsert Antonin Dvorák og með Stradivari ensemble í Vancouver í febrúar 2016 er hann lék Rondo Cappricioso eftir Camille Saint-Saens. Pétur hefur sótt ýmiss námskeið á Íslandi og erlendis og sótt masterclassa hjá tónlistarmönnum í fremstu röð. Þar má nefna Christian Tetzlaff, Ilya Gringolts, Carolin Widmann, Jorja Fleezanis, Philippe Graffin, Sergei Ostrovsky, Robert Rozek og Mariana Sirbu.

smari@bb.is

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli