Frétt

bb.is | 19.09.2016 | 11:41Opið bréf til Bæjarstjóra Ísafjarðar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða

Íbúar Flateyrir eru slegnir yfir fréttum liðinnar viku um að saurgerlar hafi fundist í neysluvatni, sömuleiðis undrast þeir skort á upplýsingum. Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um þessa mengun, engar tilkynningar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar eða Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Í þorpinu er matvælaframleiðsla og mjög veikir einstaklingar og mjög mikilvægt að mati íbúa að upplýsingar um mengun af þessu berist samstundis til íbúa.

Íbúar Flateyrar hafa óskað eftir að bb.is birti eftirfarandi bréf til Bæjarstjórnar Ísafjarðar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Opið bréf til Bæjarstjóra Ísafjarðar og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Tilefni bréfs þessa er frétt á BB.is föstudaginn 16. September s.l. Þess efnis að baktríur af gerðunum e-coli og kolí hefðu fundist í vatnssýnum teknum á Flateyri, ekki kemur fram hvernær vatnssýnið var tekið. Munnlegar fregnir eru þó af því að vatnssýni tekið uppúr miðjum ágúst hefði verið í lagi.

Óskað er eftir upplýsingum um hvernig sýnatöku er háttað og hversu oft þær séu framkvæmdar, og hvert ferlið sé þegar sýni reynast ekki vera í lagi. Samkvæmt heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins var síðast tekið sýni 18. Júni 2015, skýringa er þörf á því, sé það reyndin að sýni hafi verið tekið um miðjan ágúst s.l.

Ísafjarðarbær sem á og rekur vatnsveituna hefur ekki sent frá sér neinar upplýsingar um niðurstöður sýnatöku á vatni, sem reyndist ekki vera í lagi, ekkert finnst á heimasíðu Ísafjarðarbæjar um vatnsveiturnar, né nein tilkynning um að vatnið hafi ekki verið í lagi. Það er á ábyrgð bæjarins að upplýsa íbúa og matvælaframleiðendur um jafn alvarlegan hlut og það er að neysluvatn sé mengað og það þurfi að sjóða vatnið. Þegar slíkt gerist er brýn nauðsyn að íbúum berist upplýsingar strax, t.d. með dreifibréfi eða nota tæknina og senda SMS skilaboð í gegnum sendi á Flateyri. Einnig að senda upplýsingar um að vatnið sé aftur komið í eðlilegt horf.

Væntanlega verða tekin vatnssýni í dag og niðurstöðunum komið á framfæri svo fljótt sem auðið er.

Hvernig er háttað reglulegu eftirliti með geislunarbúnaði og lifitíma geislunar pera í búnaðinum, er haldin dagbók yfir eftirlit með þessum búnaði, eða er það verkferli ekki virkt og peruskipti dregin á langinn vegna kostnaðar sem því fylgir ?

Líkleg skýring Heilbrigðiseftirlits að leysing og miklar rigningar hafi átt þátt í því að vatnið væri ekki drykkjarhæft án suðu eru líklegar og þekktar, en að búnaður sem treyst er á til að eyða óæskilegum gerlum sé ekki í lagi er ekki ásættanlegt, það á að vera hægt tæknilega að búnaðurinn láti vita sé hann bilaður og óvirkur.

Með ósk um skýringar og svör, sem og fullvissu um að slíkt komi ekki fyrir aftur vegna skorts á eftirliti og reglulegu viðhaldi búnaðar.

Flateyri 19. September 2016
Guðmundur R Björgvinsson
Ívar Kristjánsson
Fyrir hönd íbúa á Flateyribb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli