Frétt

bb.is | 16.09.2016 | 15:56Síðasta vígið í húfi


Það hefur verið þrengt mikið að smábátaútgerðinni á undanfarin ár. Og sumar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa komið sérstaklega illa niður á nýliðun í greininni,” segir Kristján Torfi Einarsson, formaður Eldingar, en útgerðamenn smábáta á norðanverðum Vestfjörðum halda aðalfund sinn á sunnudaginn nk. á Hótel Ísafirði kl. 14:00.

“Til dæmis var tvöfalt stærri bátum hleypt í krókaaflamarkskerfið, 30 tonna bátar í stað 15 tonn áður. Eftirspurn eftir kvóta í kerfinu jókst mikið við þetta og olli því að leiga á kvóta hækkað umtalsvert. Á sama tíma hefur fiskverð til útgerða farið lækkandi, bæði á mörkuðum og í föstum viðskiptum. Niðurstaðan er sú að það er mjög erfitt ef ekki ómögulegt fyrir kvótalausar útgerðir að halda bátum sínum úti.

Nýliðun er því lítil sem engin enda ekki á færi venjulegs ungs fólks að kaupa kvóta fyrir hundruð milljóna. Þeir sem í dag vilja gera smábátaútgerð að sínu aðal- og ævistarfi flytja flestir til Noregs. Þetta afsannar reyndar þá mýtu sem oft er haldið á lofti að ungt fólk vilji ekki róa trillu. Að öllu eðlilegu væru norsk- íslensku útgerðarmennirnir að taka við af þeim sem nú eru að hætta og selja sína báta og aflaheimildir. Vandamálið er hvorki áhuginn né viljinn heldur skortur á tækifærum.
Það er sérstaklega erfitt að horfa upp á þetta á sama tíma og aflabrögð á heimamiðum Vestfirðinga eru betri en elstu menn muna. Og grátlegt að sjá smábátaflotann bundinn við bryggju af því að fjármagnið og ríkið sogar til sín bókstaflega allan arðinn. Ef hægt væri að róa á miðin eins og langafar okkar gátu fyrir 100 árum væri góðæri á Vestfjörðum og allt í lukkunnar vel standi.

Krókaveiðar á heimamiðunum við túnfót þorpanna hafa verið grunnatvinnuvegur byggðanna frá upphafi og eiga sér óslitna sögu fram til dagsins í dag. En nú er raunverulega hætta á að þessi samfelda atvinnusaga rofni og þá þarf ekki að spyrja um framtíð þessara byggða. Smábátaútgerðin er elsta og sumstaðar síðasta vígi sjávarútvegsins á Vestfjörðum.

Það er því mikilvægt að smábátaútgerðin á Vestfjörðum láti í sér heyra og ná vopnum sínum. Og sömuleiðis mikilvægt að Vestfirðingar allir styðji við greinina og hafi hana í huga þegar gengið verður til kosninga í haust,” segir Kristján að lokum.

bryndis@bb.is

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli