Frétt

bb.is | 16.09.2016 | 16:50Margir reyndu við tónlistarspunann

Roosmarijn stýrir hópnum af innlifun. Mynd: Jun Miguel Lee
Roosmarijn stýrir hópnum af innlifun. Mynd: Jun Miguel Lee

Í gær bauð tónlistarkonan Roosmarijn Tuenter lærðu sem leiknu tónlistarfólki á svæðinu til tónlistarspuna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þangað mættu um tuttugu tónlistarmenn sem allir fengu að reyna sig í spuna undir öruggri handleiðslu hennar og svo annarra eftir að hún hafði kynnt fyrir þátttakendum hvernig kerfi spunans virkaði. Kerfið er fólgið í táknum fyrir hina ýmsu hluti, líkt og að byrja og enda, stutta eða langa nótu, hátt eða lágt, rytma og framvindu strengja. Í spunanum í gær var einnig notast við orð sem Roosmarijn sagði hafa gefið skemmtilega raun.

Roosmarijn hefur undanfarnar vikur dvalið í listavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði. Hún er annars starfandi tónlistarkona, jafnframt því að vera í tónlistarnámi í heimalandinu Hollandi. Hún var alsæl með hvernig til tókst í spunanum í gær. „Þetta er svo skemmtileg leið til að skapa tónlist saman. Þetta er spuni, svo þú getur spilað það sem þú vilt og þarft ekki nótur eða æfa neitt fyrirfram.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Roosmarijn býður upp á slíkt námskeið hér á landi og margir sem voru að reyna eitthvað þessu líkt í fyrsta sinn í gær. „Það var smá feimni í upphafi, sem er fullkomlega eðlilegt ef þú ert ekki vanur að spila án nótna eða án plans. En mjög fljótlega óx öryggið og þetta var virkilega skemmtilegt og mikið hlegið“ segir tónlistarkonan um spunann í gær og hefur hún í hyggju að prófa líka spuna með tónlistarnemendum á Ísafirði áður en hún heldur aftur heim á leið í byrjun október.

Roosmarijn segir dvölina á Íslandi hafa verið svo ótrúlega að hún eigi erfitt með að finna orð til að lýsa reynslunni. „Það er erfitt að setja reynsluna í orð. Það að vera í þessu fallega landi og hitta allt þetta fallega fólk. Það hefur verið verulega gott að fá þennan tíma til að vinna í minni eigin tónlist og gera hluti líkt og námskeiðið í gær, sem mér finnst frábært. Mig langar ekki til að vera tónlistarmaður sem er á kafi í því 6 tíma á dag. Ég er með áhuga á svo fjölmörgu öðru og hefur tíminn hér gefið mér tækifæri til að rækta það líka.

Meðfylgjandi myndir frá tónlistarspunanum tók Jun Miguel Lee

annska@bb.isbb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli