Frétt

bb.is | 15.09.2016 | 07:35Móttaka farþega við Norðurtangann?

MSC Poesi við akkeri í Skutulsfirði.
MSC Poesi við akkeri í Skutulsfirði.

Í ljósi þess að skemmtiferðaskip sem liggja við akkeri í Skutulsfirði fara sífellt stækkandi hefur myndast þörf á að bæta aðstöðu fyrir móttöku svokallaðra tenderbáta sem flytja farþega í land.

Þegar núverandi aðstaða var tekin í notkun var algengur farþegafjöldi á þeim skipum 2500 til 3000 manns. Í minnisblaði Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra kemur fram að framan af, hafi aðstaðan verið fullnægjandi en nú í sumar hefur orðið vart við sífelld algengari árekstra við aðra atvinnustarfsemi á svæðinu, eins og t.d. starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja og Eimskipa.

Í minnisblaði hafnarstjóra kemur fram skilningur á að þolinmæði fyrirtækja á svæðinu sé þrotin, sérstaklega á stórum skipadögum.

Sú hugmynd hefur verið viðruð að færa aðstöðu og móttöku tenderbáta í Norðurtangann.
Þar er í dag stórt svæði sem mætti taka undir þessa starfssemi og með góðum vilja leggja svolitla rækt við og laga til með smávægilegri uppbyggingu, segir í minnisblaði hafnarstjóra. Hugmyndin veltur á því að lóðin sé laus og starfsemin rúmist innan deiliskipulags, ásamt því að íbúar á svæðinu leggist ekki gegn áformunum, en gera má ráð fyrir einhverjum óþægindum vegna þessa.

Það sem hafnarstjóri telur að vinnist með móttöku tenderbáta á Norðurtanga er að siglingarleiðin styttist verulega frá því sem nú er og þar af leiðandi styttist biðtími farþega, bæði þeirra sem koma frá borði og þeirra sem fara um borð. Stærsta skip sem kom í sumar og var við akkeri var MSC Splendida með 4.300 farþega og í minnisblaði hafnarstjóra er þess getið að árið 2018 er von á MSC Meravigla, sem er 167.600 brúttótonn og farþegafjöldinn um 5000 manns. Á næsta ári er reiknað með að 58-60.000 manns komi í land með tenderbátum.

Það sem þyrfti að gera er að lengja grjótvörn við vörina nyrst á Norðurtanganum um 25-30 metra og steypa landstöpul fyrir 25-30 metra flotbryggju. Heildarkostnaður ætti að vera á bilinu 10-12 milljónir kr.

Á fundi hafnarstjórnar á þriðjudag var hafnarstjóra falið að vinna áfram að uppbyggingu aðstöðu fyrir móttöku tenderbáta stórra skemmtiferðaskipa í samstarfi við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn höfnuðu algjörlega hugmyndum hafnarstjóra um aðstöðu á Norðurtanganum.

Í séráliti Daníels Jakobssonar (D), Hafdísar Gunnarsdóttur (D) og Marzellíusar Sveinbjörnssonar (B) segir:

„Það er ánægjulegt að verið sé að huga að því að bæta aðstöðu fyrir s.k. léttabáta af skemmtiferðaskipum. Hinsvegar virðist svo vera, við fyrstu sýn a.m.k., að ekki sé heppilegt að gera það á Norðurtanga.
Í fyrsta lagi er ólíklegt að þetta svæði ráði við þá auknu umferð sem þetta kallar á.
Í öðru lagi þarf að vera mikið svæði fyrir rútur og aðra þjónustu sem ekki er pláss fyrir á þessum stað.

Í þriðja lagi er óhagstætt að byggja upp aðstöðu til móttöku skemmtiferðaskipa á tveimur stöðum á höfninni.

Heppilegra væri því að leita fyrst leiða til að bæta aðstöðu til móttöku léttabáta við Sundabakka eða í nágrenni hans og reyna að gera þá aðstöðu þannig úr garði að sómi sé að. Þannig mætti samhliða bæta aðstöðu fyrir þau skip sem leggjast upp að bakka.“

smari@bb.is

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli