Frétt

bb.is | 14.09.2016 | 11:4820 ár frá vígslu Vestfjarðaganga


Þann 14. september 1996 voru göng milli Ísafjarðar, Súgandafjarðar og Önundarfjarðar formlega vígð en bygging þeirra hófst 1991. Það var Mattías Bjarnason samgönguráðherra á árunum 1983 – 1987 sem skipaði sérstaka nefnd sem ákvarða skyldi framkvæmdaröð jarðganga á Íslandi, nefndin sú arna lagði til að á eftir göngum um Ólafsfjarðarmúla skyldi gera göng milli Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar. Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra 1988-1991 ákvað síðan 1991 að flýta gerð Vestfjarðaganga og þann 5. september ómaði fyrsta sprengjan, nánast um kjálkann gjörvallan og þá var ekki aftur snúið. Halldór Blöndal samgönguráðherra ársins 1996 klippti á borðann og lýsti göngin formlega opnuð.

Margt gesta var við vígslu ganganna og tóku margir til máls. Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sagði meðal annars í ávarpi sínu að jarðgöngin væru forsenda þess að byggðin á svæðinu dafnaði og mannlífið blómgaðist. „Jarðgöngin hafa glætt vonir manna og aukið trú á fegurri og gleðiríkari tilveru. Þau hafa þroskað með okkur samkennd. Samkennd sem er undirstaða þess að hið nýja sveitarfélag Ísafjarðarbær, eigi eftir að verða saga þessa lands rétt eins og Vestfirðingar hafa tekið þátt í að skrifa söguna fram til þessa.“ sagði Þorsteinn og bætti við „Við Vestfirðingar erum langt frá því að sitja við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar tengsl við hringveginn. Akvegatengsl við aðra landshluta. Nú bið ég alla sem orð mín heyra að skilja mig ekki sem svo að við séum ekki þakklátir fyrir það sem þegar er gert, jú, það er öðru nær. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því jafnt og aðrir er við stjórnvöld landsins sitja að framþróun, velmegun og byggðajafnvægi, eiga allt sitt undir samgöngum og samskiptum við aðra lands- og heimshluta.“.Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Halldór Blöndal samgönguráðherra

bryndis@bb.is

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli