Frétt

bb.is | 14.09.2016 | 07:34Nýherjasamningurinn tvöfalt dýrari


Samningur sem Ísafjarðarbær gerði við Nýherja um rekstur tölvukerfa bæjarins hefur reynst vera tæplega tvöfalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í svörum Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, við fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa Í-listans. Í minnisblaði Daníels Jakobssonar, þáverandi bæjarstjóra, sem var lagt fram í bæjarstjórn þegar samningurinn var undirritaður kom fram að kostnaður við samninginn ætti að vera á bilinu 15 - 17 milljónir kr. Raunin hefur verið samningurinn hefur kostað á bilinu 30 - 33 milljónir kr. á ári.

Þegar rætt var við Daníel Jakobsson í lok árs 2012, þegar umræður um samninginn stóðu yfir, kemur fram að um fimm ára samning væri að ræða að andvirði 70 milljónir kr.

Gísli Halldór tekur fram í svari sínu að óljóst sé í fyrrnefndu minnisblaði hvað væri innifalið í samningnum við Nýherja.

Í svari Gísla Halldórs við fyrirspurn Kristjáns Andra segir að nærþjónusta Nýherja sé heilt yfir ásættanleg, en fyrirkomulag hennar hefur þó sætt gagnrýni. Er þar nefnt að mörg dæmi hafa komið upp þar sem miðstýring bilanatilkynninga og lagfæringa virki ekki, eða í það minnsta virkar talsvert hægar en eðlilegt er og veldur það oft miklum óþægindum og vinnutapi.

Búnaður sem Nýherji leggur til samkvæmt samningnum uppfyllir að mestu leyti þarfir starfsmanna bæjarins, samkvæmt svari Gísla Halldórs. Í nokkrum tilfellum hafa bilanir og erfiðleikar orðið til þess að starfsmenn hafa farið fram á að fá aftur hefðbundnar tölvur í stað sýndarvéla. Þá eru sýndarvélar ekki að virka eins vel og látið var að liggja sínum tíma og má t.d. nefna að tæknilega ómögulegt er að tengja tvo skjái við þá eins og lofað var að yrði hægt.

smari@bb.is

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli