Frétt

Stakkur 13. tbl. 2003 | 02.04.2003 | 08:41„Ég finn mér alltaf leið“

Þessi var yfirskrift viðtals við Davíð Kjartansson, er birtist í BB 12. mars síðastliðinn. Efni þess var útgerð hans og sú athyglisverða staðreynd, að hann hefur einnig keypt sér dagabát til að róa á og fiskar því í tvenns konar kerfi fiskveiðistjórnunar, því einnig sækir hann sjóinn í kvótakerfinu á öðrum báti. Það er eftirtektarvert hve Davíð leggur mikla áherslu á að fá að vera í friði með veiðina innan þess kerfis sem gildir á Íslandi varðandi fiskveiðar. Hann fagnar því sérstaklega að nú skuli dagakerfinu hafa verið breytt í klukkutímakerfi, þannig, að þessi 21 dagur, sem sækja má sjóinn innan þess kerfis, skuli nú hafa verið umreiknaður í klukkustundir. Það styttir viðverutímann á veiðum og hentar vel ef veður versnar. Í viðtalinu kemur einnig fram að upphaflega heimilaði dagakerfið sjósókn í 80 daga, en nú er aðeins heimilt að veiða rétt rúmlega fjórðung þess tíma. Sú staðreynd segir kannski meira en margt annað um þróun stjórnunar fiskveiða. Mörgum þykir hún glórulaus, þótt hugmyndin að baki kerfisins sé ekki svo slæm.

Það er ánægjulegt að lesa hve mikla áherslu viðmælandinn leggur á sjálfsbjargarviðleitni og einnig að sjá hversu útsjónarsamur hann er í þeim efnum. Davíð hefur gaman af því starfi sem hann hefur valið sér og leggur metnað sinn í að sinna því. Þess vegna er enn áhugaverðara en ella að hann skuli leggja svo mikla áherslu á að fá að vera í friði og bendir á hve mikla óvissu hann og aðrir búa við, sérstaklega nú þegar kemur að kosningum. Sjálfur segir hann að auðvitað megi færa margt til betri vegar „...en ég kann ekki við það þegar menn segjast ætla að breyta kerfinu en segja ekkert frá því hvað eigi að koma betra í staðinn. Það gengur ekki að fara að setja fjölda manna á hausinn bara til að gera breytingar.“

Ljóst er að óvissan sem sjómenn eins og Davíð búa við er alltof mikil. Hann er einyrki og bendir á, að flestir smábátasjómenn hafi keypt sig inn í kerfið og það dugi ekki að segja við þessa menn, þegar rétturinn til fiskveiða sé tekinn af þeim, að þeir hafi vitað að hverju þeir gengju. Það er athyglisvert að bera saman ummæli Davíðs og stjórnarformanns Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. á nýafstöðnum aðalfundi. Þarna tala tveir ólíkir menn, eða að minnsta kosti búa þeir við ólíkar aðstæður – annar ber ábyrgð á stórfyrirtæki, einu því stærsta á Vestfjörðum, og hinn er einyrki, sem eingöngu treystir á sjálfan sig til framfærslu sinnar og fjölskyldunnar. Báðir vara þeir við því að núgildandi stjórnkerfi fiskveiða verði gerbreytt, hvor út frá sinni forsendunni. Báðir vara þeir í raun við yfirboðum pólitískra afla í komandi kosningum og óvissunni sem fylgir útgerð og fiskvinnslu við þær aðstæður.

Davíð Kjartansson og Þorsteinn Vilhelmsson virðast í fyrstu eiga fátt sameiginlegt – annar býr í Hnífsdal, einyrki sem stundar sjóinn, og hinn ber ábyrgð á rekstri útgerðar og fiskvinnslu á þeim sama stað. Það er því sérstaklega athyglisvert að sjá að hagsmunir þeirra fara saman í þeim efnum, að stjórnkerfi fiskveiða verði ekki kollvarpað í pólitískum loddaraleik. Og reyndar enn áhugaverðara, að kerfið má bæta, að mati þessara tveggja manna, er búa við ólíkar aðstæður en samt sameiginlega hagsmuni.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli