Frétt

Leiðari 13. tbl. 2003 | 02.04.2003 | 08:39Þá verður gaman að trítla um tún!

Einhverju sinni þegar talsmaður Alþýðusambands Íslands var að útlista fyrir fréttamanni ljósvakamiðils að tiltekin upphæð væri þriðjungur af ákveðinni viðmiðun, þá spurði fréttamaðurinn: Hvað er það í prósentum?

Þegar fréttamönnum verður fótaskortur á svo gömlu og góðu orðtaki íslenskrar tungu þarf engan að undra, þótt almenningur klóri sér í höfðinu yfir prósentureikningi stjórnmálamanna varðandi skattheimtu á Íslandi, þar sem sama reikningsdæmið kemur hvað eftir annað út í plús eða mínus, hækkun eða lækkun á sköttum, allt eftir því hver heldur á reiknistokknum.

Einn af kunnari stjórnmálamönnum síðustu aldar var einhvern tíma spurður að því, hvers vegna hann legði meira upp úr því að tala við kjósendur annarra flokka en sína eigin flokksmenn. Svarið var einfalt: Það er alltaf von í þeim, ég veit hvar ég hef hina.

Ef það er ætlun boðberanna í „plús eða mínus“-umræðunni í skattamálunum að laða fólk til fylgis við framboð þeirra með þessum hætti, þá verður vart sagt að umræðan sé á háu plani. Verst af öllu er þó, að í þessum leikaraskap eru stjórnmálamenn öðru fremur að henda á milli sín þeim þjóðfélagsþegnum, sem minnst mega sín og eiga allt annað og betra skilið en að vera bitbein frambjóðenda á atkvæðaveiðum.

En nú er boðuð „betri tíð með blóm í haga“ og almenningi heitið stórfelldum skattalækkunum. Verður þá væntanlega „gaman að trítla um tún og tölta á engi“. Eflaust munu folöldin þá fara á sprett og „kýrnar leika við kvurn sinn fingur“ af tilefninu. Færi þá líka betur á að afkoma aldraðra, öryrkja og atvinnulausra væri ekki lengur notuð sem reikningsæfingar frambjóðenda til hins háa Alþingis. Til þessa hafa nógu margir fallið á prófinu.

Framsækni

Ástæða er til að vekja athygli á og fagna áræði þeirra manna, sem um þessar mundir standa fyrir kaupum á allmörgum nýjum landróðrabátum til Vestfjarða, bæði til Bolungarvíkur og Tálknafjarðar.

Eins og staðan er í dag er augljóst, að eini möguleiki hinna litlu sjávarbyggða til að bæta stöðu sína felst í aukinni smábátaútgerð. Hefur þetta útgerðarform þegar sannað ágæti sitt svo ekki verður um villst. Eigendum hinna nýju báta er árnað heilla.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli