Frétt

bb.is | 08.09.2016 | 14:50Ein ljósmóðir sinnir fæðingaþjónustu á Ísafirði


Einungis ein ljósmóðir er nú í fastri stöðu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, er það mikil breyting frá því er þrjár ljósmæður með búsetu á svæðinu störfuðu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2009. Frá því þá hafa tvær ljósmæður starfað við stofnunina og stundum hefur það verið svo að önnur staðan sé mönnuð með afleysingu frá ljósmóður sem ekki er með búsetu á svæðinu. Staðan er með slíkum hætti nú eftir að Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir lét af störfum í sumar. Í nýlegu viðtali í Bæjarins besta segir Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir að aðra hvora viku komi afleysing yfir langa helgi, annars standi hún vaktina. Á fyrirséðum álagstímum mun þá hlutfall afleysingar aukast. Hallgrímur Kjartansson framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að stefnt sé að því að ráða aftur í þá stöðu sem losnaði í sumar, en þar til það gerist verði vandinn leystur með afleysingum. Aðspurður um hvenær hann telji það verða segir að hann það verði um leið og einhver fáist í starfið.

Fæðingum við HVEST hefur farið fækkandi, en hefur fjöldi þeirra þó verið nokkuð svipaður síðan 2011. Nokkuð hefur borið á því að verðandi mæður hafi þurft að sækja ómskoðun til Reykjavíkur. Nú vegna þess að ljósmóðir sem hingað kom einu sinni í mánuði er hætt að koma og síðasta vetur var ómskoðun afar stopul vegna ótryggra flugsamgangna, líkt og lesa má í frétt frá janúarmánuði. Þetta felur óhjákvæmilega í sér kostnað og óþægindi fyrir verðandi foreldra, þó kostnaður við ferðalög sé niðurgreiddur af Tryggingastofnun Ríkisins. Hallgrímur segir fjölda þungaðra kvenna á svæðinu mun minni en áður var, svo of fáar ómskoðanir séu til að halda uppi nægilegri þjálfun starfsmanna.

Samkvæmt Erlu Rún er þess að vænta að ljósmóðir komi frá og með októbermánuði að sinna ómskoðunum. Það verði þó ekki mánaðarlega líkt og áður var nema að sérstök ástæða þyki til. Þó aftur muni fleiri foreldrar geta nýtt sér þjónustu í heimabyggð þegar að það verður, er því miður tæki það sem notast er við til skoðananna gamalt og lélegt og mikil þörf á endurnýjun.

annska@bb.isbb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli