Frétt

bb.is | 07.09.2016 | 16:14Oftast ódýrast í Bónus


Verslunin Bónus Skipholti var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 5% upp í 129% en oftast var 25-50% verðmunur. Verðmerkingum var ábótavant í Krónunni Flatahrauni, Samkaupum-Úrval Hafnarfirði og Víði Granda en í þessum verslunum vantaði hillumiða í um og yfir 10% tilvika.

Af þeim 136 vörutegundum sem skoðaðar voru, reyndust flestar vörurnar fáanlegar í Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 130 vörur og í Iceland þar sem 127 vörur voru fáanlegar. Fæstar vörur voru fáanlegar í Bónus eða 106 af 136, Nettó Búðarkór átti 108 og Krónan 111.

Mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti

Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti eða á bilinu 26-129%. Minnstur verðmunur var á eggaldinni 26% sem var dýrast á 495 kr./kg. hjá Bónus en ódýrast á 393 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum. Mestur verðmunur í könnuninni var á vatnsmelónu sem var dýrust á 298 kr./kg. hjá Hagkaupum Spönginni en ódýrust á 130 kr./kg. hjá Krónunni sem er 168 kr. verðmunur eða 129%. 44% verðmunur var einnig á íslenskum gulrótum sem voru ódýrastar á 485 kr./kg. hjá Víði en dýrastar á 698 kr./kg. hjá Iceland.

Minnstur verðmunur á osti, viðbiti og mjólkurvörum

Eins og oft áður er minnstur verðmunur á osti, viðbiti og mjólkurvörum. Verðmunurinn var oftast um 10-20%. Minnstur verðmunur að þessu sinni var 5% á einum lítra af léttmjólk frá Örnu, mjólkin var ódýrust á 209 kr. hjá Bónus en dýrust á 219 kr. hjá Hagkaupum.

Mikill verðmunur í öllum vöruflokkum

Mikill verðmunur var á milli verslana eða oftast á bilinu 25-50%. Sem dæmi má nefna að flatkökurnar frá Kökugerð HP Selfossi voru ódýrastar á 127 kr. hjá Bónus en dýrastar á 169 kr. hjá Samkaupum-Úrval sem er 33% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á SS skólakæfu sem var ódýrust á 1.780 kr./kg. hjá Nettó en dýrust á 2.060 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum sem er 16% verðmunur.
Kílóverð af frosnum lambahrygg var ódýrast á 1.699 kr. hjá Iceland en dýrast á 2.398 kr. hjá Samkaupum-Úrval, sem er 699 kr. verðmunur á kg. eða 41%. Barnamjólkin frá NAN nr. 1 í fernu, 200 ml. var ódýrust á 145 kr. hjá Bónus en dýrust á 199 kr. hjá Iceland sem er 37% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á rauða safanum superberries frá The berry company, einn líter var ódýrastur á 349 kr. hjá Bónus en dýrastur á 449 kr. hjá Iceland sem er 29% verðmunur.

Illa verðmerkt í mörgum verslunum

Áberandi var hve illa verðmerkt var í Krónunni, Samkaupum-Úrval og Víði eða í um og yfir 10%. Verðmerkingum var einnig ábótavant í verslununum Nettó og Hagkaupa í um 5% tilvika. Fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu eiga að hafa verðmerkingar í lagi. Verð vöru á að vera sýnilegt með verðmerkingu við hillu eða á þann hátt að verðið er birt með skýrum og greinilegum hætti. Það er skylda söluaðila samkvæmt lögum að hafa skýrar, aðgengilegar og greinilegar verðmerkingar á sölustað svo það sé augljóst hvað varan kostar.

smari@bb.is

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli