Frétt

bb.is | 07.09.2016 | 13:23 Færðu bænum bekk að gjöf

Árgangur ´65 prófaði nýja bekkinn að sjálfssögðu
Árgangur ´65 prófaði nýja bekkinn að sjálfssögðu

Árgangur 1965 á Ísafirði kom saman á heimaslóðunum um liðna helgi. Eins og vill vera á árgangsmótum, þá var ýmislegt til gamans gert og böndin styrkt. Árgangurinn lét þó ekki staðar numið þar heldur nýtti tímann einnig til góðverka, er Ísafjarðarbæ var færður almenningsbekkur að gjöf, þar sem gangandi geta hvílt lúin bein eða notið útsýnis yfir bryggjuna og Pollinn, en bekkurinn er staðsettur á grasflötinni á milli Njarðarsunds og Mjósunds. Guðmundur Fylkisson er hvatamaður gjöfinni, en hann hafði kynnst verkefninu „Brúkum bekki“ í gegnum störf sín fyrir Öldungaráð Hafnarfjarðar, þar sem unnið er að því að koma upp bekkjum á gönguleiðum með 250-300 metra millibili. Ráðið er með samning við íslenskan framleiðenda og fyrir hverja tíu bekki sem seldir eru og gefnir inn í verkefnið gefur framleiðandinn einn bekk að auki. Bekkirnir eru svo merktir „Brúkum bekki“ og á þeim eru upplýsingar um gefanda, sem eru góðgerðarfélög, verkalýðsfélög, fyrirtæki, fjölskyldur og hópar. Hvetur Guðmundur félagasamtök hér í bæ að taka að sér þetta verðuga verkefni.

Brúkum bekki er samfélagsverkefni sem varð til að frumkvæði félags sjúkraþjálfara sem hvatning til aukinnar hreyfingar, almenningi til hagsbóta og hefur verkefnið verið unnið í samvinnu við Félag eldri borgara. Guðmundur segir á gamansömum nótum augljóst að viðhorf til almenningsbekkja hafi breyst nokkuð í áranna rás:

„Mummi frændi sagðist einhvern tíma hafa minnst á það að rétt væri að setja niður bekk á veginum upp á Seljalandsdal og þá hafi hann verið spurður hvort hann væri svona þreyttur. Það er ekki málið, heldur er það svo að ef við fjölgum bekkjunum út frá Eyrinni þá auðveldum við þeim sem eru að ganga sér til heilsubótar, ungum sem öldnum, að fara lengra og oftar og njóta þess svo að setja niður stutta stund og virða fyrir sér fegurðina milli hárra fjallshlíða.“

annska@bb.isbb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli