Frétt

bb.is | 05.09.2016 | 15:50Guð, lukkan og norskt hugvit

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson.

Þrengt hefur verið af starfsemi eldisfyrirtækja í Noregi vegna alvarlegra vandamála sem hún hefur haft í för með sér fyrir náttúruna og nú horfa norsku fiskeldisfyrirtæki til Íslands til að þurfa ekki að lúta of ströngum reglum og stífu eftirliti. Þetta segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu í dag.

„Helst er horft til Vestfjarða. Við munum eftir því að fyrir nokkrum árum komu nokkrir menn í Arnarfjörðinn – fegursta fjörð landsins – svipuðust þar um og sögðu svo: Hér vantar einmitt olíuhreinsunarstöð. Og hófust handa við furðu almennan fögnuð en til allrar hamingju þraut þá örendið áður en þeir næðu að gera auðugustu fiskimið Evrópu að olíuflutningasvæði og fjörðinn fagra að vettvangi fyrir eina óþrifalegustu iðju sem rányrkja mannsins á jarðargæðunum hefur í för með sér.

Og enn hafa menn uppi mikil áform á Vestfjörðum. Þegar er búið að veita leyfi fyrir laxeldi í sjó þar vestra í þúsundatonnavís og hefur verið sótt um leyfi fyrir ennþá meira eldi – svo skiptir tugum þúsundatonna hér og þar um landið,“ segir í grein Guðmundar Andra.

Hann lætur að því liggja að fiskeldi á Íslandi og eftirlit hins opinbera sé með kæruleysislegum brag og menn treysti á „guð og lukkuna, en einkum þó norskt hugvit.“

Guðmundur Andri skrifar:

„Menn treysta því að ekki þurfi að rannsaka áhrif framkvæmdanna á lífríkið, og vilja helst vera búnir að gera sem mest áður en næst að rannsaka áhrifin í sönnum Kröflustíl. Menn treysta því að laxeldið muni ekki hafa áhrif á náttúrulega fiskistofna; treysta því að það sleppi til þó að laxeldið sé á mjög viðkvæmu svæði, og í grennd við þekktar lax- og silungsveiðiár. Menn treysta því að þó að fiskar sleppi út í náttúruna þá muni þeir ekki blandast við villta stofna með þeim afleiðingum fyrir þá stofna sem hér eru að þeir munu glata uppsöfnuðum hæfileikum sínum til að lifa af við einmitt þær aðstæður sem ríkja í þeirri á sem allar laxakynslóðirnar á undan þeim hafa vitjað á hverju ári frá lokum ísaldar. Tökum sénsinn á því. Þeir finna eitthvað út úr því Norðmennirnir.

Menn treysta því að laxeldið hafi ekki áhrif á fuglalíf og að mengun verði ekki vandamál kringum þennan rekstur; menn treysta því að áhrif á æðarvarp og skelfisk verði engin. Menn treysta því að sjúkdómar berist ekki með hafstraumum og menn treysta því að laxalús, sem verið hefur mikið vandamál í Noregi, muni ekki þrífast hér við land. Um að gera að taka bara sénsinn á því.“

Í greininni segir einnig að Norðmenn hafi mestan áhuga á að komast ódýrt í ósnortna firði við Íslandsstrendur og „gjöreyða þeim eins og þeir hafa nú þegar gert heima fyrir – með dyggum stuðningi íslenskra sveitarstjórna og hins opinbera sem taka allri fjárfestingu á landsbyggðinni fegins hendi.“

Grein Guðmundar Andra

smari@bb.is

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli