Frétt

bb.is | 05.09.2016 | 14:14Sjávarútvegur og tengd starfsemi með fjórðung landsframleiðslunnar


Út er komið ritið Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2015 þar sem hagfræðingar Íslenska sjávarklasans fara yfir þróun sjávarútvegsins og tengdra greina á árinu 2015 í efnahagslegu samhengi. Meðal þess sem fram kemur er eftirfarandi:

• Beint framlag sjávarútvegs árið 2015 var 8,1% og lækkaði lítillega milli ára sem skýrist einkum af vexti annarra útflutningsgreina.

• Sjávarútvegur og sá klasi fyrirtækja sem í kringum hann hefur myndast leggja árlega til um 25% landsframleiðslu í heild.

• Staða sjávarútvegsins í heild er sterk líkt og undanfarin ár en fyrirkomulag peningamála og gengisskráning krónunnar nú þegar hyllir undir losun fjármagnshafta er talsverður óvissuþáttur.

• Annar óvissuþáttur sem nú blasir við er ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu en sala sjávarafurða til Bretlands skapar um 15% af útflutningsverðmætum sjávarafurða hérlendis.

• Heildarafli sjávarafurða jókst um 235 þúsund tonn árið 2015 samanborið við fyrra ár og skýrist það einkum af betri loðnuvertíð en árið áður.

• Útflutningsverðmæti á árinu 2015 voru lakari en aflabrögð gáfu tilefni til. Skýrist það af einkum af styrkingu krónunnar á tímabilinu, þeirri staðreynd að útflutningsverð loðnu, sem stóð undir þorra magnaukningar, voru lægri en á ýmsum öðrum tegundum og þrengingum á mörkuðum fyrir uppsjávarafurðir á Rússlandi.

• Nýfjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2015 nam 20,6 milljörðum króna sem er aukning frá árinu á undan um röska 4 milljarða króna.

• Sterkar vísbendingar eru til að beinum störfum í sjávarútvegi hafi fækkað verulega milli áranna 2014 og 2015.
smari@bb.is

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli