Frétt

bb.is | 02.09.2016 | 16:45Tónlistin allsráðandi á Bláberjadögum

Frá fyrri hátíð
Frá fyrri hátíð

Í Súðavík fara nú fram hinir árlegu Bláberjadagar og verður í kvöld heilmikið húllumhæ Samkomuhúsinu í Súðavík er fjölmargir listamenn koma fram á tónleikum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og ríða Súðvíkingar á vaðið, fyrst félagarnir í All Stars og næst á eftir Arndís, þá kemur smá uppbrot með ísfirsku atriði er Ísland got talent stjarnan Sindri Freyr leikur og syngur, þá eru Yordanova frá Súðavík og svo bæjarstjórahjónin Pétur og Milla. Í kjölfar þeirra má finna fyrsta alþjóðlega atriðið er Vestur-Íslendingarnir í Still Creek Crows frá Kanada koma fram, Reykvíst/ísfirska Mantra er næst á svið og þá er eftir í alþjóðlega deildina er er OAZO frá Þýskalandi stígur á stokk og í kjölfarið White Note frá Frakklandi. Fleetwood Mac tónleikarnir sem voru á Ísafirði í Dymbilviku eru mörgum í fersku minni, og verður smá upprifjun þaðan, áður en lokaatriðið Man in Black tryllir lýðinn.

Annað kvöld heldur tónlistin áfram að hljóma í Samkomuhúsinu klukkan 21, í beinu framhaldi af brekkusöng og brennu sem hefst klukkan 20, þar sem Benni Sig mun standa í brúnni. Þá koma fram Friday night Idols, Brad, Freyja, Fjall og Fenrir og Human Nature. Síðan verður hið víðfræga Bláberjaball þar sem dansað verður fram á rauða nótt í gamla samkomuhúsinu og er það hljómsveitin Reason sem þar mun sjá um fjörið.

Formleg útgáfuathöfn bókarinnar „Þar sem land og haf haldast í hendur – Súðavíkurhreppur að fornu og nýju“ eftir Eirík Jörundsson sagnfræðings, verður haldin í Samkomuhúsinu í Súðavík frá 17:00 – 18:00. Bókin er yfirlitsrit um sögu Súðavíkurhrepps hins forna og er sagan rakin frá landnámi og fram yfir flutning byggðar í kjölfar snjóflóðanna 1995.

Fjölmargt annað verður í boði á Bláberjadögum, dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.

annska@bb.isbb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli