Frétt

bb.is | 02.09.2016 | 13:23Stígamót heimsækja Vestfirði


Starfskonur Stígamóta halda fundarsyrpu á Vestfjörðum dagana 5.-8. september. Þar munu þær kynna samtökin og þá þjónustu sem þau veita, en í vetur munu Stígamót starfa á Ísafirði. Í ferðinni verður bæði boðið upp á opna fundi auk þess sem fundað verður með fagfólki á hverjum stað, líkt og lögreglu, læknum og heilsugæslufólki, skólastjórum og leikskólastjórum, prestum, starfsfólki tómstundamiðstöðva og öðrum þeim sem líklegt þykir að mæti brotaþolum í starfi sínu. Þar verður einnig rætt hvað gera megi til þess að koma í veg fyrir ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola.

Sólstafir á Vestfjörðum, systursamtök Stígamóta á staðnum bjóða ekki lengur upp á viðtöl fyrir brotaþola og fóru Sólstafakonur þess á leit við Stígamót að taka að sér þá þjónustu. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að samtökin hafi til þess mannafla og tíma, svo ákveðið hafi verið að prófa að koma með reglulegar heimsóknir til Ísafjarðar í vetur. Það er Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskylduráðgjafi með sálfræðigrunn frá Bandaríkjunum og 3 ára starfsreynslu hjá Stígamótum sem því mun sinna og bóka má viðtöl hjá henni í gegnum Stígamót í síma 5626868. Ráðgjöfin er hugsuð fyrir fólk sem beitt var kynferðisofbeldi í æsku, fólk sem hefur verið nauðgað og líka fyrir fólk sem hefur stundað vændi.

Frá opnun hafa Stígamót tekið á móti 7400 manns og starfrækt hundruð sjálfshjálparhópa og hafa samtökin veitt þjónustu á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Þá hefur ráðgjafi farið tímabundið á staðinn og ekið eða flogið í burtu með leyndarmál þeirra sem notað hafa þjónustuna að sögn Guðrúnar. Ráðgjöfin hefur verið ókeypis og í boði hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann.

Allir eru velkomnir á fundi Stígamóta sem verða sem hér segir:

Hólmavík, Hnyðjan , Höfðagötu 3 5.9. Kl. 17.15 Opinn fundur fyrir almenning
Menntaskólinn á Ísafirði 6.9. Kl. 12-13 Fundur á sal með nemendum
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði 6.9. Kl. 17.15 Opinn fundur fyrir almenning
Grunnskólinn á Þingeyri 7.9. Kl. 17-19 Opinn fundur fyrir almenning

annska@bb.isbb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli