Frétt

bb.is | 31.08.2016 | 13:23Framhjálöndun til rannsóknar


Þann 23. ágúst óskaði starfsmaður Fiskistofu eftir aðstoð lögreglunnar vegna gruns um framhjálöndun í Bolungarvík. Það mál er til rannsóknar og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um það mál. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar á Vestfjörðum um verkefni síðustu viku.

Kl.02:23 aðfaranótt 24. ágúst barst lögreglunni, í gegnum Neyðarlínuna, hjálparbeiðni frá þremur erlendum ferðamönnum sem voru þá nýlega komnir til hafnar á Suðureyri með erlendri skútu. Ferðamenn þessir höfðu deilt við skipstjóra skútunnar sem þeir sögðu ölvaðan og æstan. Skipstjórinn hafði haft í hótunum við þremenningana er þeir gengu frá borði. Ferðamönnum þessum þótti standa ógn af skipstjóranum sem hafi minnt þá á að hann væri með skotvopn um borð. Í ljósi þessarar tilkynningar þótti óforsvaranlegt að lögreglan færi óvopnuð um borð í skútuna. Lögreglumenn fóru með viðeigandi öryggisbúnað og vopn til Suðueyrar og tryggðu ástandið meðan sérsveit var flutt með þyrlu LHG til Ísafjarðar og þaðan á vettvang. Kl.06:38 voru sérsveitarmenn komnir um borð í skútuna og skipstjórinn handtekinn. Þrjú vopn voru um borð í skútunni. Skipstjórinn var fluttur á Ísafjörð og af honum látin renna áfengisvíman uns hægt var að yfirheyra hann. Aðrir áhafnarmeðlimir, alls fjórir talsins, voru yfirheyrðir þennan sama dag. Í lok þessa sama dags var málið talið upplýst. Skipstjórinn féllst á að gangast við lögreglustjórasátt vegna brots á reglum um tilkynningaskyldu skipa og eins vegna meðferðar á þeim vopnum sem fundust um borð. Skipstjórinn var látinn laus að þessu loknu og vopnin afhent tollgæslunni.

Fimmtudaginn 25. ágúst, hafði lögreglan á Vestfjörðum og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar afskipti af áhöfn lítils fiskibáts sem kom þá að landi í Norðurfirði á Ströndum. Stjórnstöð Gæslunnar hafði vísað bátnum til hafnar í Norðurfirði. Báturinn hafði verið að veiðum án gilds haffærisskírteinis, auk þess sem lögskráningu var ábótavant. Þegar afskiptin voru höfð af áhöfninni, tveimur mönnum, vöknuðu grunsemdir um að þeir væru báðir undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru handteknir og færðir með þyrlu til Hólmavíkur þar sem viðeigandi rannsókn og sýnatökur fóru fram. Við þessa framkvæmd nutu landhelgisgæslumenn og lögreglan á Vestfjörðum aðstoðar hjá lögreglumanni sem tilheyrir lögreglunni í Borgarfirði og Dölum.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar sem var með kerru í eftirdragi. Kerran með farmi á var það fyrirferðamikil að hliðarspeglar dugðu ekki svo útsýni væri fullnægjandi. Þá var kerran vanbúin hvað ljós varðar. Ökumaðurinn má búast við sekt vegna þessa. Lögreglan vill minna á mikilvægi þess að æki sem þetta uppfylli skilyrði sem þarf til að vera í almennri umferð.

Ökumaður sem leið átti um götur Ísafjarðar var stöðvaður þegar lögreglumenn urðu þess varir að tveir hjólbarðar bifreiðarinnar voru negldir vetrarhjólbarðar. Ökumaður mun fá sekt fyrir athæfið. Hér virðist um algjöran trassaskap að ræða.

Tilkynnt var um fimm tilvik þar sem ekið var á búfé í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Alls voru 17 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.

Lögreglan stöðvaði einn ökumann í vikunni, grunaðan um að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var í Önundarfirði aðfaranótt 28. ágúst.

Skráningarnúmer voru tekin af 7 ökutækjum sem ekki höfðu verið færðar til lögbundinnar skoðunar.

Tilkynnt var um þrjú vinnuslys í vikunni. Eitt í fiskvinnslufyrirtæki þar sem starfsmaður meiddist á hendi í færibandi, annað á löndunarbryggju þegar lyftara var ekið á manneskju sem gekk um vinnusvæðið og það þriðja við garðslátt þar sem lítil sláttutraktor valt yfir stjórnandann. Allir þessir slösuðu voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Ísafirði en hlutu ekki alvarleg meiðsl.

smari@bb.is

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli