Frétt

bb.is | 30.08.2016 | 16:45Allir fengu að skína á stóra deginum


Kjartan Ágúst Pálsson, kjólameistari og Sunneva Sigurðardóttir, hágreiðslumeistari sem eiga og reka saman Verksmiðjuna á Ísafirði gengu í hjónaband í Mýrarkirkju í Dýrafirði þann 20. ágúst, á guðdómlega fallegum degi er veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það er kannski ekki fréttaefni að ungt og ástfangið fólk láti pússa sig saman, en að brúðguminn saumi fatnaðinn á alla fjölskylduna er það sannarlega. Kjartan vinnur á klæðskeraverkstæði sínu þar sem hann leggur megin áherslu á að gefa notuðum fötum úr góðum efnum framhaldslíf með nýjum eigendum. Hann segir það ekki í upphafi hafa verið hugmynd sína að sauma á alla fjölskylduna, sem telur fimm manns, en brúðarkjólinn hafi hann alltaf ætlað að gera. Brúðarkjólinn er hinn glæsilegasti þó því farið fjarri að hann sé hefðbundinn. Rauður og svartur síðkjóll úr Jaquard silki, með blúndu á hliðum, tekinn saman í bakið og fóðraður með hör.

„Ég var búinn að eiga efnið í sjö ár, en ég keypti það í New York. Ég hef ábyggilega 50 sinnum ætlað að sauma eitthvað úr því en aldrei tímt því. Svo allt í einu fékk ég þá hugmynd í kollinn að gera brúðarkjólinn úr efninu.“ Segir Kjartan og beið hann sannarlega ekki boðanna því sama kvöld sneið hann efnið í kjólinn og fékk Sunnu til að máta. Hún var þó með bundið fyrir augun þar sem hugmyndin var að hún fengi ekki að sjá kjólinn fyrr en hann yrði tilbúinn.

Kjartan og Sunna eiga saman soninn Guðmund Sævar sem er tveggja ára og fyrir átti Sunna, Stefán sem er 8 ára og Auði 7 ára. Næst ákvað Kjartan að sauma dress á Auði og fékk hún að koma á verkstæðið og velja sér efni. Fyrir valinu varð fagur-lillablátt silki og var hún sem lítil álfaprinsessa í fína kjólnum sínum. Þegar kjólinn á Auði var kominn sagðist Kjartan hafa vitað að hann þyrfti að taka þetta alla leið og sauma á þá strákana líka. Svo þeir allir fengu síða silki jakka til að klæðast í athöfninni – en hver fékk sitt efni. „Mér fannst það svo mikilvægt að persónuleiki hvers og eins fengi að skína.“ Segir Kjartan, en efnin sem öll eru Jaquard silki, koma úr ýmsum áttum, sem hann hefur safnað að sér á ferðalögum sínum í gegnum tíðina.

Kjartan segir að ef hann hefði vitað hversu mikil vinna biði hans hefði hann sennilega hugsað sig um tvisvar áður en hann ákvað að sauma brúðkaupsdress á alla fjölskylduna. Kjartan nam ekki staðar við það að sauma dress á alla, heldur skipti hann um dress þrisvar á meðan á stóra deginum stóð, allt klæðskerasniðið að sjálfssögðu. Síðustu þrjár vikurnar fyrir brúðkaup voru því afar annasamar og segist hann fjölskyldunni þakklátur fyrir að undirbúa brúðkaupsveisluna í fjarveru hans. „Sunna, tengdamamma og systur hennar græjuðu þetta bara á meðan að ég saumaði.“ Hann var þó ekki einn við verkið því frænka hans Sigríður Ísold sem stundar nám í fatahönnun í Danmörku var honum til aðstoðar.

Þau Kjartan og Sunna opnuðu í vor Verksmiðjuna við Aðalstræti á Ísafirði. Kjartan segir hið fyrsta sumar hafa gengið stórvel, það hafi verið mikið að gera og viðskiptavinir ánægðir. „Túristarnir hafa verið mjög spenntir yfir því að sjá gaur saumandi í glugganum og margir komið við. Mér finnst líka mjög gaman að sjá hvernig fólk virðist vilja skilja eitthvað eftir sig hér með því að versla við okkur. Brottfluttir Ísfirðingar hafa mikið tjáð sig um hversu gaman þeim finnst að sjá þessa nýbreytni hér og það er mikið af fólki sem býr fyrir sunnan sem er að nýta sér þjónustuna, sem er frábær viðbót.“

Á meðfylgjandi myndum sem Þorsteinn Haukur Þorsteinsson tók má sjá hina stórglæsilegu fjölskyldu í „heimasaumuðu“ á brúðkaupsdressunum sínum.annska@bb.isbb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli