Frétt

bb.is | 25.08.2016 | 13:23Stundaði smölun en braut ekki reglur

Þórður Guðsteinn Pétursson.
Þórður Guðsteinn Pétursson.

Þórður Guðsteinn Pétursson, sem hafnaði í 1. sæti í prófkjöri Pírata, stundaði smölun í prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi, en reglan sem bannar athæfið tók ekki gildi fyrr en eftir að smölunin átti sér stað. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Pírata í málinu. Regla 8e er svohljóðandi: Kosningasmölun er óheimil og er lagt blátt bann við því að frambjóðendur bjóði kjósendum efnisleg gæði í skiptum fyrir atkvæði þeirra.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að Þórður hafi viðurkennt að hafa fengið 20-30 manns til að skrá sig í flokkinn til þess að kjósa sig í prófkjörinu.

„Eðli prófkjara er þannig að frambjóðendur hvetja kjósendur til að kjósa sig umfram aðra. Þegar frambjóðandi hvetur skráða Pírata til að kjósa sig standa allir frambjóðendur jafnir að því að reyna að sækja atkvæði þeirra. Frambjóðendur geta þá fært rök fyrir kostum sínum á málefnalegum grundvelli og kynnt sína stefnu. Frambjóðandi sem sækir atkvæði sín út fyrir raðir félagsmanna þarf ekki að gera það á málefnalegum grundvelli heldur getur gert það eingöngu út á persónu sína. Slíkt fylgi getur veitt honum ómálefnalegt forskot á aðra frambjóðendur,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Í Norðvesturkjördæmi eru starfandi 3 aðildarfélög Pírata sem samtals telja 277 félagsmenn og er kjördæmið fámennasta kjördæmi Pírata og 95 tóku kusu í prófkjörinu. Í niðurstöðunni segir að hafi 20-30 manns, af 95 kjósendum, kosið einn frambjóðanda af ómálefnalegum ástæðum, eins og það er orðað, getur það vegið þungt í prófkjöri þar sem svo fáir hafa kosningarétt.

Samkvæmt almennum skilningi orðsins, er það mat meirihluta nefndarinnar, að hér hafi verið um kosningasmölun að ræða. Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Reglurnar voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt.
„Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar. Því er það niðurstaða nefndarinnar að hér hafi ekki verið um brotlegt athæfi að ræða samkvæmt reglu 8e,“ segir í úrskurðarorði. Regla 8e er svohljóðandi: Kosningasmölun er óheimil og er lagt blátt bann við því að frambjóðendur bjóði kjósendum efnisleg gæði í skiptum fyrir atkvæði þeirra.

Nefndin leitaði til Bjarna Rúnars Einarssonar, kerfisstjóra Pírata, og í umsögn hans segir að tölfræðigreining á kjörseðlum prófkjörsins í Norðvesturkjördæmi gefur mjög sterklega til kynna að hópur kjósenda hafi markvisst tekið sig saman um að hygla Þórði umfram aðra, en hann hlaut fyrsta sæti í kosningunni.

„Þar sem Þórður var fram að þessu hvorki fræg né umdeild persóna í kjördæminu (að mér vitandi), finnst mér sennilegasta skýringin á þessu öllu saman, að hópur kjósenda hafi gert með sér samsæri um að kjósa Þórð í fyrsta sæti,“ segir Bjarni Rúnar.

Kosningasmölun er óheimil og er lagt blátt bann við því að frambjóðendur bjóði kjósendum efnisleg gæði í skiptum fyrir atkvæði þeirra.

smari@bb.is

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli