Frétt

bb.is | 26.08.2016 | 14:19Hættir formennsku hjá smábátaeigendum

Halldór ætlar að snúa sér að útgerð þeirra feðga á ný.
Halldór ætlar að snúa sér að útgerð þeirra feðga á ný.

Halldór Ármannsson formaður hefur tilkynnt stjórn Landssambands smábátaeigenda (LS) að hann geti ekki kost á sér til endurkjörs. Halldór sem lýkur sínu þriðja ári sem formaður á næsta aðalfundi LS segist á heimasíðu samtakanna líta á það sem mikinn heiður að hafa starfað fyrir smábátaeigendur á efsta þrepi. Hann hefði í formannstíð sinni kynnst fjölmörgum vinklum í starfinu sem hann hefði ekki órað fyrir að væru afgreiddir á þann hátt sem gert væri. En hagsmunabarátta væri ólíkindatól enda náskyld pólitíkinni.

Halldór nefndi sérstaklega fundi hagsmunaaðila hjá Hafrannsóknastofnun þar sem stofnunin kynnir tillögur til stjórnvalda um hámarksafla. Þar nikkaði hver hagsmunaaðilinn á fætur öðrum til samþykkis. Steininn hefði þó tekið úr í júní sl. Þá hefði ekki dugað að mikill meirihluti umbjóðenda þeirra væri þeirra skoðunar að sjórinn væri fullur af þorski og því ástæða til auka verulega við þorskaflann. Að gera ekki athugasemdir við 5000 tonna aukningu væri óskiljanlegt. LS væri utan þessarar meðvirkni og markaði sína sérstöðu með ábyrgum og vel ígrunduðum tillögum.

Í starfinu hafi líka komið honum á óvart vinnubrögð atvinnuveganefndar Alþingis. Pukrast væri með tillögur til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða þar til samið hefði verið um þinglok. Þá væri með klukkustanda fyrirvara kallað í hagsmunaaðila og þeim kynnt hvað nefndin hefði í hyggju. Í örafgreiðslu þingsins væri svo gumað af víðtæku samráði.

Halldór ætlar nú að hverfa aftur til útgerðarinnar sem hann á ásamt föður sínum, en þeir feðgar gera út tvo báta, Stellu og Guðrúnu Petrínu.

smari@bb.is


bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli