Frétt

bb.is | 01.04.2003 | 20:37Margvíslegar endurbætur og breytingar gerðar á bb.is

Frá opnun nýja bb-vefjarins í janúar 2002.
Frá opnun nýja bb-vefjarins í janúar 2002.
Eins og lesendur munu taka eftir hafa nú verið gerðar ýmsar breytingar á bb.is þótt sumar þeirra láti lítið yfir sér við fyrstu sýn. Unnið hefur verið að þessum breytingum og endurbótum undanfarnar vikur og nú var komið að því að opna „nýja“ vefinn. Meðal breytinga má nefna, að fyrir neðan fimm nýjustu vestfirsku fréttirnar á forsíðunni birtast nú fyrirsagnir tíu næstu frétta á undan. Þar fyrir neðan er síðan farið inn í eldri vestfirskar fréttir („Smellið hér til að skoða eldri vestfirskar fréttir“) en fyrirsagnir þeirra birtast þar í réttri tímaröð. Þessar breytingar eru einkum gerðar vegna kvartana um að „of margar fréttir“ séu settar inn á vefinn og „of hratt“, þannig að þær séu hér um bil strax horfnar af forsíðunni.
Eftir sem áður verður hægt að fara inn á alla undirvefi, svo sem vestfirskar fréttir, aðsendar greinar, ritstjórnargreinar, Stakk, pistla, pólitík, sitt af hverju, fréttir á landsvísu, matar- og vínvefinn, ljósmyndavefinn og fleiri í dálkinum vinstra megin á forsíðu. Líka er hægt að fara inn á undirvefi með því að smella á fyrirsögnina yfir viðkomandi vef – aðsendar greinar, pistlar, pólitík, fréttir á landsvísu og svo framvegis. Athugið, að þegar smellt er á „Vestfirskar fréttir“ í dálkinum hægra megin birtast ekki aðeins fyrirsagnir tíu nýjustu fréttanna heldur einnig inngangskaflar þeirra og myndir sem þeim fylgja.

Netspjallið hefur nú verið opnað aftur í breyttri og vonandi betri mynd en það hefur legið niðri í nokkra daga vegna vinnu við breytingar. Nú er í boði bæði „opið“ netspjall eins og lengi hefur verið á bb.is en einnig lokaðir spjallþræðir, þar sem bæði verður að slá inn notandanafn og netfang. Lokuðu þræðirnir raðast ekki eftir tímaröð heldur stafrófsröð fyrirsagna. Þeir sem spjalla á bb.is, hvort heldur er í opna spjallinu efst á síðunni eða á spjallþráðunum fyrir neðan, geta ekki sjálfir sett texta sína inn heldur þarf umsjónarmaður vefjarins að samþykkja inn alla texta sem berast. Þetta er sama tilhögun og lengi hefur verið á Netspjalli bb.is og kom ekki til af góðu.

Í dálkinum hægra megin á forsíðu bb.is eru tvær nýjungar: Annars vegar SMS-leikur bb.is og hins vegar tenging fyrir merki og tóna í GSM-síma. Lesendur eru sérstaklega hvattir til að kynna sér SMS-leikinn og taka þátt í honum. „Vatnsmerki“ bb.is eru komin í myndasyrpurnar á ljósmyndavefnum.

Áfram verður haldið með nýjungar á bb.is á næstunni og eftir því sem stundir líða. Þannig er nú verið að vinna að nýju og gerbreyttu atburðadagatali (Á döfinni – almanakið ofarlega til hægri á forsíðunni). Þegar nýja útgáfan af atburðadagatalinu kemst í gagnið innan tíðar verður hægt að sjá heilan mánuð í einu og skoða alla skráða viðburði allan þann tíma en ekki aðeins einn dag eins og í gömlu gerðinni. Þá verður líka hægt að prenta út heilan mánuð af atburðum eða skemmri tíma eftir vild. Nú þegar hafa fjölmargir viðburðir á komandi Skíðaviku Ísfirðinga verið settir inn í gamla atburðadagatalið. Þeir sem standa fyrir samkomum, skemmtunum eða öðrum viðburðum sem ekki eru komnir þar inn eru beðnir að bæta úr því.

Enda þótt nýi vefurinn sé mjög líkur hinum gamla við fyrstu sýn hefur verið mikil vinna að ganga frá öllum tengingum og „fídusum“. Þetta hefur verið prófað fram og aftur en þó kann alltaf vera eitthvað sem ekki virkar rétt. Þeir sem verða varir við slíkt eru endilega beðnir að senda ábendingu um það í netpósti til vefjarins.

Þetta tækifæri skal notað til að þakka lesendum bb.is fyrir hina gríðarmiklu notkun vefjarins. Undirtektir þeirra alveg frá opnun hans fyrir þremur árum og þremur mánuðum hafa verið þeim sem að honum standa mikil hvatning til að gera sitt besta. Þær kvartanir, sem að ofan greinir, um að „of margar fréttir“ hafi verið settar inn á vefinn og „of hratt“, hafa vissulega í aðra röndina verið talsvert ánægjuefni.

Vinnan við yfirfærslu vefjarins hefur valdið því, að efni hefur komið inn á hann með stopulla móti seinni hluta dags í dag.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði þegar nýr vefur bb.is var tekinn í notkun 12. janúar fyrir rúmu ári. Hann leysti af hólmi mun einfaldari vef sem þó hafði þjónað vel í tvö ár. Hönnuður nýja vefjarins, sem jafnframt hefur unnið að þeim breytingum sem núna hafa verið gerðar á honum, er Jónatan Einarsson í Bolungarvík. Á myndinni er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, að taka nýja vefinn formlega í notkun að viðstöddum Jónatan vefhönnuði (annar frá hægri) og starfsfólki vikublaðsins Bæjarins besta, bb.is og H-prents ehf. á Ísafirði, sem á og rekur vefinn.


Sjá einnig:

bb.is 12.01.2002

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli