Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 31.03.2003 | 16:34Eru batnandi lífskjör harmsefni?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Lífskjör hér á landi hafa batnað hraðar en í þeim löndum sem við miðum okkur við. Umræðan um skattamálin í fjölmiðlum upp á síðkastið hefur kristallað það svo ekki verður á móti mælt. Ennfremur hefur komið rækilega á daginn að skattar hafa verið lækkaðir, gagnstætt því sem stjórnarandstaðan hefur reynt að halda fram. Í þessari umræðu hefur mjög verið reynt að slá ryki í augu fólks, með því að halda því fram að skattar hafi hækkað, af því að fleiri borgi nú skatta en áður.
Sú fullyrðing sannar á hinn bóginn að kjör fólks eru almennt að batna. Íslenska skattkerfið virkar einfaldlega þannig að eftir því sem laun hækka eykst skattbyrðin. Persónuafslátturinn sem er föst krónutala veldur því að hann virkar mest gagnvart þeim sem lægri hafa launin. Því er hann ívilnandi gagnvart þeim sem lægri hafa launin. Þegar launin verða hærri þá er hlutfall persónuafsláttarins af reiknuðum skatti minni og skattbyrðin því meiri. Flóknara er málið því ekki. Þess vegna er falin kjarajöfnun í tekjuskattskerfinu.

Lífskjörin fara batnandi

Þegar stjórnarandstaðan hefur upp söng sinn er engu líkara en verið sé að harma það að kjör fólks hafi batnað. Betri kjör hafa sannarlega leitt til þess að fólk, sem ekki greiddi áður skatt, greiðir hann nú. Er ástæða til að harma það? Öðru nær. Það er til marks um það að lífskjör fólks eru að batna sem betur fer. Um þetta tala óvéfengjanlegar tölur sínu máli. Á árunum 1995 til 2003 jókst kaupmáttur á Íslandi hraðar en í öðrum löndum. Kaupmátturinn jókst um 27 prósent en 12% í öðrum OECD-löndum og ekki nema um 1 prósent í Evrulöndunum, draumaveröld sumra íslenskra stjórnmálamanna.

Hver er kaupmáttaraukning lágmarkstekna?

Til þess að kanna þetta frekar er rétt að skoða enn annað hugtak; kaupmáttaraukningu lágmarkstekna, eftir að skattar hafa verið greiddir. Þegar það er gert, þá kemur í ljós að kaupmáttaraukningin mæld á þann kvarða nemur um 48,1 prósenti frá 1995 til 2003. Þetta er engin smá breyting. Það sem fólk með lágmarkstekjur hefur með öðrum orðum til ráðstöfunar eftir að skattar hafa verið greiddar, er nærri hálfu meira en það hafði árið 1995. Og hér er verið að tala um raunverðmæti, eftir að tekið hefur verið tillit til verðlagsþróunar.

Hér er auðvitað um einstæða þróun að ræða. Fyrir liggur semsé að kaupmátturinn hefur verið að aukast svona mikið sem raun ber vitni um. Hins vegar er ljóst að þessi aukning kaupmáttar er miklu meiri en í löndum sem við berum okkur saman við. Þetta er mikilsverður áfangi.

Verjum árangurinn

Slíkan árangur verðum við vitaskuld að verja og stuðla að því að hann standist til frambúðar. Það gerum við með skynsamlegri efnahagsstjórn. Það gerum við einnig með markvissri uppbyggingu atvinnulífs á öllum sviðum, eins og við höfum unnið að undangengin ár, í hróplegri andstöðu við stjórnarandstöðuna.

Við viljum halda áfram að bæta hag þeirra sem hafa lökust hafa kjörin. Á því er full þörf. Þær tölulegu staðreyndir sem hér hafa verið raktar sýna að það er vel hægt, ef rétt er að málum staðið og vel á þeim haldið. Í þessum efnum eins og öðrum veldur hver á heldur. Reynslan er jafnan ólygnust og spor vinstri flokkanna hræða.

– Einar K. Guðfinnsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Einar K. Guðfinnsson

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli