Frétt

| 13.12.2000 | 16:47Flugvöllur – fyrir hvern?

„Sínum augum lítur hver silfrið“, segir gamall íslenskur málsháttur. Sannleikurinn er sá, að hver maður sér allt frá sínum eigin sjónarhóli. Hagsmunir hans ráða útsýninu. Nú er deilt um Reykjavíkurflugvöll. Hver framtíð hans verður ræðst af niðurstöðu þeirra deilna. Rök hafa komið fram með og á móti Reykjavíkurflugvelli á núverandi stað. Stakkur hefur fjallað um þetta mikilvæga mál áður. Niðurstaðan í það sinnið var einföld: Framtíð innanlandsflugs veltur á því hvort Reykjavíkurflugvöllur fái að standa. Verði málalyktir þær að leggja skuli niður flugvöllinn í höfuðborginni er aðeins einn kostur uppi í stöðunni: Innanlandsflug mun flytjast til Keflavíkurflugvallar. Fyrir þá sem eiga mikið undir því að fljúga til Reykjavíkur er það vond niðurstaða. Reyndar er það miklu verra en svo. Það er svo fráleit niðurstaða, að hún mun sjálfkrafa leiða til þess að grundvelli undir innanlandsflugi verður svipt burtu í einu vetfangi. Það mun leggjast af í núverandi mynd og eftir stendur dýrt sjúkraflug með umtalsvert minna öryggi en áður.

Ástæða þess að málið er nú tekið til umfjöllunar hér eru niðurstöður fundar samtakanna Hollvinir Reykjavíkurflugvallar, sem haldinn var fyrir skömmu. Það er fagnaðarefni að samtökin skuli láta sig varða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Því er haldið fram fullum fetum, að þessi samtök séu þau fyrstu sem í langan tíma hafi sýnt þörfum landsbyggðarinnar einhvern áhuga og skilning. Nú hafa einnig komið fram mikilvægar upplýsingar, sem styrkja tilvist flugvallarins í Vatnsmýrinni. Sigurður Guðmundsson landlæknir bendir á einstakt hlutverk flugvallarins í sjúkraflutningi frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Önnur og jafngóð lausn sé ekki í sjónmáli. Hafsteinn Hafsteinsson formaður Almannavarnaráðs bendir á þá staðreynd, að öflugustu sjúkrastofnanir landsins séu í Reykjavík. Flutningar slasaðra utan af landi vegna stórslysa af völdum náttúruhamfara eða af annarri vá séu oftast öruggastir og fljótastir með flugi. „Það yrði verulegt óhagræði af því að flytja innanlandsflugið til Reykjavíkur.“

Ekki þarf frekar vitnanna við. Sú andúð sem margir Reykvíkingar virðast hafa á öðru fólki, sérstaklega íbúum landsbyggðarinnar, ríður ekki við einteyming. Oft mætti halda að þetta fólk teldi landsbyggðarfólk hið lægsta allra. Aðfluttir útlendingar, sem að sjálfsögðu eiga allt gott skilið, njóta meiri virðingar þeirra en hinn aumi lýður á landsbyggðinni. Í samræmi við þetta varðar suma stjórnarmenn í samtökunum Betri Byggð ekkert um hagsmuni landsbyggðarinnar. Stefán Þórarinsson læknir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands bendir á, að ferðatími vegna sjúkraflugs lengist um 35 til 48 mínútur við flutning til Keflavíkurflugvallar. Landsbyggðarlýðurinn skal þá á Vífilsstaði! Hrokinn er svo ótrúlega yfirgengilegur, að halda mætti að þeir sem láta slíkt bull út úr munni sér viti ekki, að flytjist innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar tapast mörg störf og hlutverk höfuðborgarinnar. Halda mætti að þetta fólk álíti Reykjavík óháða öðru lífi í landinu. Höfuðborgin sé eilífðarvél, sem til er fyrir sig og sína og ekkert geti haggað.

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli