Frétt

Leiðari 50. tbl. 2000 | 13.12.2000 | 16:45Sjaldan er ein báran stök

Gjaldþrot rækjuverksmiðjunnar Nasco Bolungarvík hf. er reiðarslag fyrir Bolvíkinga. Þegar hið opinbera hafði sinnt skyldu sinni og skellt hurðum fyrirtækisins í lás urðu 80 manns, nær tíund af íbúum bæjarfélagsins, atvinnulausir.

Það þarf ekki flóknar reiknikúnstir til að sjá hversu alvarleg staðan er, hversu afdrifaríkt þetta getur orðið fyrir heilu fjölskyldurnar, sem áttu allt sitt undir því komið að halda atvinnunni hjá fyrirtækinu. Við þessu fólki blasir mikill vandi ef ekki rætist úr innan tíðar. Því miður er allt í óvissu eins og staðan er í dag. Viðleitni manna til að yfirtaka reksturinn bar ekki árangur. Hvernig sem á það er litið er gjaldþrot rækjuverksmiðjunnar Nasco alvarlegt áfall fyrir Bolungarvík.

Á undanförnum misserum hafa fréttir af sjávarútvegsfyrirtækjum helst opinberast með stríðsfréttaletri um nýja „risa“ sem hefðu yfir að ráða svo og svo miklum kvóta. Í kvótaeigninni felst stórisannleikur um þá miklu hagræðingu sem sögð er átt hafa sér stað í sjávarútveginum, sem auðvitað eru öfugmæli hin mestu þar sem sjávarútvegurinn hefur aldrei verið skuldugri og hefur aldrei aukið skuldir sínar meira en á „hagræðingartímabilinu“.

Ástandið í Bolungarvík segir meira en mörg orð hvernig víða er komið í sjávarplássum þar sem íbúarnir hafa ekkert lengur með það að gera hvort útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin lifa eða deyja en verða í þess stað að una því aðgerðalausir að ævintýramenn höndli með afnotaréttinum að auðlindum hafsins, sem þeir fengu að gjöf frá hinu háa Alþingi, milli þess sem þeir hirða óverðskuldað hundruð milljóna út úr atvinnugreininni til ávöxtunar í kauphöllum í Reykjavík eða erlendis.

Aufúsugestur

Auðheyrt var á kirkjugestum á aðventukvöldi í Ísafjarðarkirkju á sunnudaginn, að Dimitri Þór Ashkenazy, klarinettuleikari, sonur þeirra hjóna Þórunnar Jóhannsdóttur og Vladimirs Ashkenazy, var aufúsugestur og framlag hans mikilfengleg og ánægjuleg viðbót við fjölbreytta og góða dagskrá á hátíðar- og helgistund, sem er listafólkinu er að henni stóð til mikils sóma.

Dimitri Þór Ashkenazy, sem er heimþekktur listamaður, átti stuttan stans hjá vinafólki sínu á Ísafirði. Það er mikill heiður fyrir Ísfirðinga og ísfirskt tónlistarlíf þegar jafn góðan gest ber að garði.

Hafi hann heila þökk fyrir.
s.h.


bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli