Frétt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 28.03.2003 | 09:51Söngvaseiður – dúndursýning

Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ég fór í leikhús miðvikudaginn 26. mars. Ég fór til að sjá Söngvaseið. Það var mikið stórvirki hjá Litla Leikklúbbnum og Tónlistarskóla Ísafjarðar að ráðast í svo viðamikla sýningu. En það verður að segjast eins og er að sýningin er stórglæsileg og okkur öllum til sóma. Húsnæðið sem sýningin fer fram í, er stórt og rúmgott, en hrátt. Smíðaðir hafa verið upphækkaðir áhorfendapallar svo allir geta séð vel og hafa smiðirnir okkar haft nóg að gera. Sviðið var mjög fagmannlega unnið, einfalt en trúverðugt og þjónaði fyllilega tilgangi sínum.
Smáatriði sem sviðstjórar þurfa að hafa í huga að baktjaldið er mjög þunnt, og passa verður upp á í viðkvæmum senum að engin sé á ferðinni baksviðs, blakt í tjaldinu getur truflað. Það voru margar skiptingar efnisins vegna, en það truflaði sýninguna ekki hið minnsta. Búningar voru fallegir og skreyttu sýninguna vel. Þórunn Jóns og félagar hafa haft í nógu að snúast. Sminkun var góð og einnig voru hárgreiðslur kvenleikenda mjög flottar. Til gamans tók ég eftir því að systir María fékk blátt efni til að sauma sér kjól og maður beið síðan eftir því að hún kæmi í bláa kjólnum, en það gerðist ekki.

Framsögn leikenda var yfirleitt góð, það féllu niður einstaka stuttar setningar, en það var ótrúlegt hvað þau fóru vel með því það er örugglega erfitt að láta hljóðið berast fram í svona stórum sal. En flest komst mjög vel til skila. Það má segja að sýningin sé í lengsta lagi, rúmir þrír tímar með hléi en hún ber lengdina samt vel. Þó var eitt atriði sem hefði mátt stytta, eða hreinlega fella út, það var eina atriðið sem mér fannst vera svolítið úr takti og ekki gera sig nógu vel, en það var undirbúningur nunnanna fyrir brúðkaup, mikill ys og þys svolítið yfirdrifið, sem er óraunsætt í klaustri. Maður skildi þó hverju var verið að koma til skila. Þetta verður að skrifast á leikstjórann. Frammistaða leikaranna/söngvaranna okkar var alveg frábær. Maður fyllist stolti að eiga svona margt frambærilegt fólk, sérstaklega þegar tekið er tillit til að flestir eru byrjendur í leikhúsi.

Prímadonnan Guðrún Jónsdóttir fór á kostum, það geislaði af henni á sviðinu, enda hefði hún örugglega komist langt úti í hinum stóra heimi ef hún hefði ekki valið að koma til okkar í staðinn og láta gott af sér leiða í tónlistarlífi Ísfirðinga, reyndar eins og Ragnar H. Ragnar gerði á sínum tíma. Yndislegt samspil/söngur var á milli Guðrúnar og hinnar ungu og efnilegu Herdísar Önnu Jónasdóttur. Guðmundur Reynisson í gerfi Trapp greifa var virkilega glæsilegur og stóð sig vel. Söngur abbadísarinnar var sterkur og nærvera hennar öll var alveg frábær. Smáklikk í söngnum á einum stað, en að öðru leyti frábær frammistaða. Samleikur Ingunnar og Guðrúnar var mjög áhrifaríkur. Frú Scröder var flott og lifandi á sviðinu, smáóöryggi í söng á einum stað, en kom ekki að sök. Hún er sennilega síst unna persónan í handritinu. Það hefur verið tiltölulega erfitt að leika hana. En Ingibjörg Ingadóttir gerði henni mjög góð skil.

Páll Loftsson og Finnur Magnússon eru auðvitað reyndustu leikararnir á sviðinu og höfðu þess vegna mest öryggið, þeir eru alltaf góðir. Það gustaði vel af Freygerði í gerfi systur Bertu. Og þær voru allar góðar nunnurnar og söngur þeirra yndislegur, eins var flott senan í veislu Von trappe. Helgi Þór er skemmtilegur strákur og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni, tók fyrst eftir honum í Hatti og Fatti. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði. Afrek út af fyrir sig með allt þetta unga fólk að halda fullum leik í rúma þrjá tíma. Það gera sér ekki allir grein fyrir þvílíkt þrekvirki það er.

Það þarf varla að minnast á hljóðfæraleikarana. Við eigum svo marga góða tónlistarmenn og þarna voru vanir menn á ferð, hljómsveitarstjórinn Janis Frach, tónlistarstjórinn Beáta Joó ásamt sínum mönnum. Og ljósin spiluðu stóran sess líka, glæsilega gert hjá hinum unga ljósamanni Birni Sveinbjörnssyni, sá kippir í kynið.

Þessir smáhnökrar sem ég hef talið upp, eru einungis til að sýna fram á það að ég legg sýninguna að jöfnu við atvinnusýningu. Í heild var þessi söngvaseiður alveg dúndurgóður og skemmtilegur. Léttleikin sveif yfir vötnum og broshýrir söng- og leikarar yljuðu manni. Það snart mig líka að finna samvinnunna milli byggðarlaga, þarna voru leikendur og söngvarar allstaðar að úr Ísafjarðarbæ, einnig frá Bolungarvík og Súðavík og meira að segja frá Vigur.

Ég vil koma því á framfæri hvort ferðamálayfirvöld og gististaðir ásamt aðstandandum sýningarinnar gætu ekki efnt til menningarveislu og boðið fólki utan af landi, tilboðsferð á leiksýningu hér á Ísafirði

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli