Frétt

mbl.is | 28.03.2003 | 08:19Verslunum fækkar í Kvos en síður í hliðargötum

Verslunum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað frá árinu 1996 úr 372 í 303 í fyrra. Árið 1999 var 351 verslun í miðborginni. Þetta kom fram í skýrslu Jakobs H. Magnússonar, formanns Þróunarfélags miðborgarinnar, á aðalfundi í fyrradag. Jakob sagði verslunum mest hafa fækkað í Kvosinni en Skólavörðustígur og hliðargötur hefðu nánast haldið sínu undanfarin sjö ár eða frá því talning félagsins hófst en hún fer fram árlega. Hann sagði markaðsnefnd miðborgar nýlega hafa tekið til starfa en hún er skipuð fulltrúum félagsins og Laugavegssamtakanna. Sagði hann nefndina hafa ýmislegt á prjónunum, m.a. að skreyta borgina með gulum borðum fyrir páskana.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, flutti erindi á fundinum um þýðingu Höfuðborgarstofu fyrir miðborgina sem hún sagði ekki síst vera á sviði ferðamála og verslunar. Meðal markmiða hennar væri að efla og samræma kynningar- og markaðsmál Reykjavíkur til að styrkja stöðu höfuðborgarinnar í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála. Svanhildur benti á að 90% ferðamanna sem gistu borgina væru erlendir ferðamenn en Höfuðborgarstofa hefur m.a. upplýsingamál fyrir ferðamenn á sinni könnu og skipulagningu ýmissa menningarviðburða. Sagði hún að spáð væri um 7% meðalfjölgun ferðamanna hélendis á næstu árum. Gjaldeyristekjur af þeim væru álíka miklar og af ál- og kísiljárnútflutningi en fjárfestingar í greininni mun minni. Hún sagði að samkvæmt tölum frá löndum Evrópubandalagsins væri hlutur erlendra ferðamanna í verslun kringum 24%. Hlutfallið væri mun lægra hérlendis og þyrfti að ýta undir aukningu á því sviði. Hún sagði Reykjavík skipta miklu máli í ferðaþjónustu, m.a. sem miðstöð ráðstefnuhalds. Hún væri lykill að ferðamennsku utan háannatíma.
Þórólfur Árnason borgarstjóri flutti einnig erindi á fundinum sem hann nefndi betri en London, París, Róm og gerði hann þar m.a. að umtalsefni val manna á búsetu. Möguleikarnir væru mun meiri en fyrir nokkrum áratugum. Hann sagði miðbogina hafa þróast undanfarin ár m.a. þannig að borgarbúar sæktu ekki þangað daglegar nauðþurftir heldur ýmsar félagslegar þarfir. Sagði borgarstjóri að á næstu árum myndi hann láta til sín taka varðandi frekari þróun miðborgarinnar. Ýmis stórverkefni sem væru framundan kæmust ekki til framkvæmda næstu tvö til þrjú árin, svo sem Sundabraut, flutningur flugvallar og bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli