Frétt

| 12.12.2000 | 14:38Orkubú Vestfjarða á krossgötum

Kristján Haraldsson orkubússtjóri.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri.
Í dag erum við að selja fyrirtækjum á Vestfjörðum rafmagn sem er 30% lægra en á svæðum Rarik. Og vel að merkja, það sem margir trúa ekki, á 10-12% lægra verði en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á að fá. Almennt rafmagn, þ.e. til lýsingar og minni háttar atvinnureksturs, seljum við í dag á 20% lægra verði en Rarik og á svipuðu verði og á höfuðborgarsvæðinu. Hitunarkostnaðurinn er hins vegar 5-6% lægri hjá okkur en hjá Rarik en um 25% hærri en hjá Hitaveitu Reykjavíkur eftir verulega miklar niðurgreiðslur ríkisins á þessum þætti.
Þetta segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri m.a. í ítarlegu samtali í Bæjarins besta sem kemur út á morgun, undir fyrirsögninni Orkubú Vestfjarða á krossgötum. Þar er stiklað á stóru í sögu fyrirtækisins og stefnu þess í gjaldskrármálum og þeim breytingum sem orðið hafa í rúmlega tveggja áratuga starfi þess. Fram kemur, að þegar Orkubú Vestfjarða var stofnað árið 1978 var húshitunarkostnaður á Vestfjörðum 600% hærri en í Reykjavík og rafmagn til almennings og iðnaðar var 70% dýrara en í Reykjavík.

Kristján skoðar síðan stöðuna eins og hún er nú, ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem verða á skipan orkumála á Íslandi með nýrri löggjöf sem væntanlega tekur gildi innan hálfs annars árs. Jafnframt veltir hann fyrir sér þeim möguleikum sem vestfirsk sveitarfélög, eigendur Orkubús Vestfjarða að 60 hundraðshlutum, eiga í þeirri stöðu.

Varðandi kosti og galla þess að vestfirsk sveitarfélög selji ríkinu hluti sína í Orkubúi Vestfjarða segir Kristján m.a.:


Ókosturinn fyrir Vestfirðinga er sá, ef af sölu til ríkisins verður, að þá mun orkuverð hækka hér á Vestfjörðum. Það finnst mér miður. Einnig er rétt að benda á að forræðið yfir orkumálunum færist frá heimamönnum og hætta er á að störfum hér vestra fækki. Sveitarfélögin munu hins vegar fá verulegt fé í sjóði sína og geta greitt niður skuldir.

Fleira sem snertir hugsanlega sölu:

Mér sýnist aftur á móti, að verði ekkert annað að gert en að hér komi inn þetta fé, þá sé einungis verið að leysa málin til skamms tíma. Þannig muni líða innan við fimm ár þangað til staða stærsta sveitarfélagsins, Ísafjarðarbæjar, verður orðin jafnslæm og hún er í dag, þrátt fyrir að það fái 1,4 milljarða fyrir sinn hlut í Orkubúinu, ef – og ég segi aftur ef – af þessu verður. Hins vegar get ég í minni stöðu bæði sett mig í stöðu sveitarstjórnarmannsins sem situr með tóman sjóð og spyr til hvaða ráða hann eigi að grípa, og hins almenna orkukaupanda, sem er alveg æfur vegna þess að við blasir að orkuverð hækki.

Hér skal minnt á fundinn um málefni Orkubús Vestfjarða og fjárhag Ísafjarðabæjar, sem bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ efna til og haldinn verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í kvöld, þriðjudagskvöld. Fundurinn hefst kl. 20 með framsöguerindum en síðan verða almennar umræður.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli