Frétt

Kreml - Óli Jón Jónsson | 26.03.2003 | 11:45Alvöru lýðræðisríki

Margir urðu hlessa þegar forsætisráðherra léði máls á því í stefnuræðu sinni á Alþingi sl. haust að settar yrðu reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Minnugir niðurstöðu þverpólitískrar nefndar sem skipuð var hér um árið til að afgreiða málið, voru menn nokkuð undrandi á þessum boðskap. Hafði ekki forsætisráðherrann verið sammála niðurstöðu nefndarinnar? Hvað hafði breyst?
Á hverju ári koma upp mál í samfélaginu sem minna á þörfina fyrir að settar verði reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Nú er svo komið að margir þeir sem hafa verið andvígir slíkum reglum eru að snúast. Batnandi mönnum er best að lifa.

En þetta gildir ekki um alla andstæðingana. Sumir halda fast við sinn keip og reyna að halda uppi vörnum fyrir óbreytt ástand. Það kemur á óvart að í þeirra hópi eru grandvarir sómamenn sem jafnvel eru þekktir fyrir að fjalla af skynsamlegu viti um landsins gagn og nauðsynjar. En þegar fjármál stjórnmálaflokkanna ber á góma er eins og þeir missi algerlega sjónar á því hvað eru góð rök og hvað eru slæm rök.

Upp á síðkastið hafa andstæðingar reglna um fjármál stjórnmálaflokka einkum hamrað á tveimur slæmum röksemdum. Það er að verða fokið í flest skjól fyrir þá blessaða.

Í fyrsta lagi er reynt að halda því fram að á sama hátt og álitið er eðlilegt að kosningar séu leynilegar, sé eðlilegt að þeir sem styrkja stjórnmálaflokka geti fengið að njóta nafnleyndar. Hér er á ferðinni mikill misskilningur. Lýðræðið byggist á því að allir menn eigi jafna aðild að ákvörðunum sem varða almannahag. Atkvæði í kosningum eiga að vega jafnt. Enginn á að hafa meira að segja um niðurstöðuna en einhver annar. Þetta er algert grundvallaratriði. Leynileg kosning er einfaldlega til að tryggja að hver kjósandi geti nýtt sér rétt sinn til þátttöku án afskipta frá öðrum. Enginn á að geta keypt sér aukin áhrif á ákvarðanir almannavaldsins, þ.e. umfram þau áhrif sem felast í atkvæði hans. Ef fjárframlög til flokkanna eru ekki uppi á borðinu er meiri hætta á að það gerist en ella. Fjölmiðlar og almenningur verða að geta fylgst með hverjir greiða til flokkanna til að fyrirbyggja óeðlilega þjónkun við þá sem borga rekstur þeirra.

Í öðru lagi er því haldið fram að það þýði ekkert að setja reglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka því að það verði alltaf hægt að finna leiðir til að fara í kringum þær. Það tekur því auðvitað varla að svara svona vitleysu. Umferðarreglur eru brotnar á hverjum degi en engum dytti í hug að halda því fram að þær séu gagnslausar. Lög fela iðulega í sér skilaboð út í samfélagið um hvað sé æskileg hegðun en eru auðvitað ekki trygging fyrir því að fólk hegði sér í samræmi við þau. Með því að setja lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka sendir löggjafinn kröftug skilaboð um hvernig flokkarnir og forráðamenn þeirra eigi að hegða sér. Þetta snýst um að breyta hugarfari.

Ef það tekst verður Ísland kannski einhvern tímann alvöru lýðræðisríki.

Vefritið Kreml

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli