Frétt

Stakkur 12. tbl. 2003 | 26.03.2003 | 10:29Niðursetningur?

Leita þarf allra leiða til að styrkja byggð og reyndar efla hana verulega á Vestfjörðum. Fólki fækkar og hin stóru sóknarfæri til aukningar atvinnu koma upp annars staðar en þar, samgöngur við fjórðunginn eru erfiðar og þær hafa að minnsta kosti fælingarmátt í hugum marga, sem ekki þekkja til. Ímynd Vestfjarða verður að bæta, ekki síst í augum annarra en Vestfirðinga, en þó þurfa margir hinna síðarnefndu að taka afstöðu sína til fjórðungsins til endurmats og bæta hana. Of lengi hefur það verið svo, að illt umtal okkar um vegina í fjórðungnum hefur orðið til þess að fæla aðra landsmenn frá ferðalögum hingað. Ekki verður því trúað að sá sé vilji Vestfirðinga.

Tvenn gleðimerki má sjá á lofti nú. Í fyrra lagi vekur afburða árangur Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. athygli og og vonir um framhald. Í því ljósi er vert að hafa í huga að forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu við því á aðalfundinum síðasta föstudag, að sótt væri að því fiskveiðistjórnunarkerfi sem sjávarútvegurinn hefur búið við í tvo áratugi og lagt sig hart fram um að laga sig að því. Nú er sótt að því með svokallaðri fyrningarleið, sem mun gera þeim fyrirtækjum í sjávarútvegi sem enn blómstra á landsbyggðinni ókleift að starfa áfram og leiða til hruns í greininni. Þeir sem þann boðskap hafa að leiðarljósi eru að leiða yfir atvinnuveginn gjaldþrot og eignaupptöku.

Framsæknar hugmyndir og áform stjórnar HG varðandi þorskeldi eru einkar athyglisverðar og bera vitni framsýni og trú á starfsemi fyrirtækisins og nýjar leiðir til þess að tryggja grundvöll þess. Hinu leyndu stjórnendur ekki, að hátt gengi íslensku krónunnar væri starfseminni til trafala. Hið sama gildir um iðnfyrirtækin sem sækja fram á erlendum mörkuðum, svo sem 3X-Stál og Póls. Almenningur telur þó sennilega fremur hagsmunum sínum borgið með háu gengi.

Í síðara lagi er því fagnað, að byggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu, að utan Reykjavíkur skuli styrkja byggðarkjarna á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Í því skyni verði komið upp sterkum útibúum frá Háskólanum á Akureyri á tveimur síðarnefndu stöðunum og kenna þar allar helstu greinar. Nær hefði verið að ætla Háskóla Íslands það hlutverk og veita jafnframt til þess fé. Hætt er við, að farið verði af stað með þessa hugmynd án þess að leggja allt undir. Þá er hætt við að niðurstaðan verði sú, að háskólanám fái hlutverk niðursetnings, eins og ætla má að kunni að gerast varðandi sjávarútveginn, fái fyrningarleiðin framgang. Ótti forsvarsmanna HG kann að reynast á rökum reistur.

Hugsa verður leið háskólanáms á Ísafirði lengra fram á veginn. Án atvinnu fyrir þá, sem það stunda og þar útskrifast, er hætt við að ekki náist sá árangur sem að er stefnt. Ljóst má vera, að um áratuga skeið hafa útlendingar átt stóran þátt í fiskvinnslu á Vestfjörðum og reyndar Íslandi öllu. Íslendingarnir vilja annað. Til þess að skapa umhverfi með atvinnu fyrir háskólamenntað fólk á Vestfjörðum þarf íbúafjöldi Ísafjarðar að ná 6 þúsund manns. Ella er hætt við að höfuðstaðurinn fáí hlutverk niðursetningsins.


bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli