Frétt

bb.is | 24.03.2003 | 17:43Byggðakjarnar kringum Akureyri, Egilsstaði og Ísafjörð verði efldir

Fjárfesting í innviðum: Vegagerð í Ísafjarðardjúpi.
Fjárfesting í innviðum: Vegagerð í Ísafjarðardjúpi.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar „Fólk og fyrirtæki“, sem unnin var af Byggðarannsóknastofnun Íslands við Háskólann á Akureyri og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, er lagt til að efldir verði þrír byggðakjarnar á landsbyggðinni með Akureyri, Egilsstaði og Ísafjörð sem miðpunkta. Markmiðið sé að „virkja efnahagslögmálin þannig að þau sjái um viðgang byggðarkjarna úti á landi“. Í því skyni mælast skýrsluhöfundar til þess að „fjárfesting í innviðum miði að eflingu byggðakjarnanna“. Í rannsókninni var beitt aðferðum hagfræðinnar til að skoða orsakir byggðaþróunar, sem og félagsfræðilegri greiningu á búferlaflutningum.
Tillögur skýrsluhöfunda til eflingar byggðakjarnanna lúta að fjórum sviðum: Að auðvelda aðgengi að námi, draga úr flutningskostnaði, bæta samgöngur og bæta fjarskipti. Jafnframt er þó ýmislegt annað reifað, svo sem þátttaka opinberra aðila í nýsköpunarstarfsemi og niðurfelling námslána þeirra sem sannanlega eru búsettir á landsbygðinni.

Efling menntunar á landsbyggðinni er talin þýðingarmikill þáttur. Það sýni sig að þegar nýir skólar séu settir á stofn á landsbyggðinni auki það líkurnar á að unga kynslóðin fari í framhaldsnám og staldri lengur við í heimabyggð. Ennfremur verði aukinn mannauður á landsbyggðinni til þess að auka stærðarhagkvæmni fyrirtækja þar, sem eigi þá auðveldara með að ráða hæft fólk til starfa. Hvatt er til þess að Háskólanum á Akureyri verði gert kleift að koma upp öflugum útibúum á Egilsstöðum og Ísafirði þar sem hægt væri að taka a.m.k. fyrstu árin í fjölmennustu greinum háskólanáms, svo sem viðskiptafræði, lögfræði, heilbrigðisgreinum og kennaramenntun.

Hvað varðar lækkun flutningskostnaðar nefna skýrsluhöfundar niðurgreiðslur sem væru gegnsæjar og hefðu skýran kostnað í för með sér. Í annan stað benda höfundar á að aðgreining í verði sé mikið stunduð í flutningum, afslættir til stórkaupenda séu miklir og verðskrár ógagnsæjar. Er því spurt „hvort leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og smásöluverslana sem Samkeppnisstofnun mótaði í lok ársins 2002 eigi ekki einnig við um flutningastarfsemi eða hvort unnt sé að aðlaga þær henni“.

Skýrsluhöfundar leggja til, að við forgangsröðun framkvæmda í samgöngukerfinu sé litið sérstaklega til þess að hafa áhrif á stærð atvinnu- og þjónustusvæða. Með því að stækka atvinnu- og þjónustusvæði sé í raun verið að breyta atvinnu- og þjónustustigi þeirra byggðarlaga sem í hlut eiga.

Á vettvangi fjarskipta segja skýrsluhöfundar að stefnt skuli að aukinni fjartengingu byggðakjarnanna og lækkun kostnaðar. Einnig sé æskilegt að ríkisstofnanir komi sér upp vefþjónustu þannig að einstaklingar og fyrirtæki þurfi síður að leita til höfuðborgarsvæðisins til þess að sinna sínum erindum við þessar stofnanir.

Í niðurlagi segja höfundar skýrslunnar:

„Einhverjir munu eflaust telja að tillögurnar leiði til minni hagkvæmni en ef hlutirnir væru látnir þróast eins og verða vildi án afskipta stjórnvalda. Þá ber að hafa í huga að nú á dögum er miklum fjármunum varið til byggðamála, sem hugsanlega væri hægt að verja á áhrifaríkari hátt en nú er gert. Einnig koma til önnur sjónarmið en ýtrasta hagkvæmni. Stefna hins opinbera þarf ekki að ráðast að öllu leyti af hagkvæmni í þeim skilningi að markaðsöflin ein ráði, heldur af gildismati samfélagsins og vali stjórnmálamanna. En til að tryggja að valið endurspegli vilja samfélagsins er hins vegar nauðsynlegt að þær leiðir sem stjórnvöld velja að fara hverju sinni byggist á gagnsæi og kostnaðurinn sé öllum ljós og markmið skýr. Það er einnig hagkvæmt.“

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli