Frétt

Steinunn Kristín Pétursdóttir | 22.03.2003 | 16:34Áhugamenn og atvinnumenn

Steinunn Kristín Pétursdóttir.
Steinunn Kristín Pétursdóttir.
Í æsku hélt ég að aðeins miklir fræðimenn gætu komist í þá stöðu að hafa áhrif á gang mála í þjóðfélaginu. Ég hélt í barnaskap mínum að þetta væru menn – og konur – sem alin hefðu verið upp í miklum og merkilegum stjórnmálaskólum frá blautu barnsbeini og engir aðrir en þeir sem þar hefðu numið fræðin ættu tilkall til þess að stýra samfélaginu. Seinna komst ég að því að þetta „mikla og vel menntaða fólk“ var bara venjulegt fólk eins og ég, og sumt hvað ekki með meiri menntun en kveður á í lögum að landsmenn allir eigi rétt á. Enginn mikill og merkilegur stjórnmálaskóli. Bara sömu fræði og við hin vorum mötuð á.
Afhverju ætli það sé þá svo ríkt í hugsunarhætti okkar almúgans á Íslandi að við séum ekki í þeirri aðstöðu að breyta neinu í samfélaginu? Afhverju treystum við um of á stjórnmálamenn sem æ ofan í æ hafa sýnt að þeir séu ekki störfum sínum vaxnir? Afhverju treystum við í blindni því að orð þeirra séu sönn og rétt, þó sýnt þyki að þeir séu margir hverjir ekki í tengslum við hinn almenna þegn í landinu?

Hvað getum við, almúginn, gert til að hafa áhrif á það þjóðfélag sem við búum í? Við getum, fyrir það fyrsta, notað kosningarrétt okkar. Kynsystur mínar, til að mynda, börðust með kjafti og klóm í áraraðir fyrir þeim sjálfsagða rétti að fá að kjósa sér löggjafa og þá baráttu skulum við heiðra með því að nýta okkur réttinn sem þær kröfðust okkur til handa.

Í öðru lagi skulum við nota kosningarréttinn á ábyrgan hátt. Myndum okkur sjálfstæða skoðun á því hvað kjósa skuli. Enginn stjórnmálaflokkur er áskrifandi að atkvæðum okkar. Við höfum rétt á að kjósa þann flokk sem við teljum hvað best til þess fallinn að vinna að heilindum fyrir því sem skiptir okkur sem einstaklinga, og heild, mestu máli. Þegar í kjörklefann er komið erum við ein með samvisku okkar og sannfæringu, kjörseðil og blýant. Enginn sér hvað þú merkir við. Ekki hræðast breytingar.

Við erum þegnar í þessu samfélagi og eigum jafnan rétt til lífskjaranna. En er það svo í raun? Eru lífskjörin þau hin sömu hjá atvinnulausum, sjúkum, öldruðum og öryrkjum annarsvegar, og þeim sem ríkisstjórnarflokkarnir hlaða undir hinsvegar? Á ung, einstæð, atvinnulaus móðir kannski einhverja möguleika á að komast í feitan forstjórastól hjá ríkinu í svo sem tvö ár og fá eftir þann tíma enn feitari starfslokasamning sem tryggir henni og börnum hennar áhyggjulausa ævi? Kannski ef hún er í réttum flokki, þó ég efist reyndar um það. Það er nefnilega ekki sama, Jón og séra Jón.

Þeir, sem eiga, fá meira - en hinir þurfa bara að treysta á Guð og lukkuna. Ungir sjálfstæðismenn vilja helst að sjúklingar borgi fyrir fæði sitt og húsnæði þurfi þeir að leggjast inn á sjúkrahús. Heimdellingar hafa kannski efni á því. Það veit Guð að ekki hef ég efni á því. En þú? Ég þarfnast þess að treysta á samfélagið sem ég bý í, og samfélagsábyrgðina. Ég vil að mínar skattagreiðslur fari í greiðslur á sjúkra- og lyfjakostnaði þínum m.a. Ég vil búa við þéttofið öryggisnet þar sem samfélagið tekur ábyrgð á þegnum sínum og allir leggjast á eitt að hjálpa hver öðrum. Ég vil vita til þess að, verði ég fyrir því að slasast og verða öryrki, þá muni ég geta framfleytt mér á þeim launum sem mér verða úthlutuð. En þú? Við þurfum að standa saman, hinn almenni borgari þessa lands, og krefjast þess sem með réttu er okkar: réttinn til lífsins - þó við séum ekki „kvótaerfingjar“, eða kvótaeigendur sjálf. Stöndum saman að því að koma sem flestum frjálslyndum á þing, því það er fólk sem starfar af hugsjón. Þar í flokki er fólk sem hefur hugsjón fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þá sem kvótaflokkarnir hafa gleymt að sinna.

Á listum okkar er ekki mikið um atvinnumenn; þekkt fólk, eins og silfur-Egill réttilega benti á. Á listum okkar er hinsvegar fullt af áhugamönnum; fólki sem þorir, getur og vill. Þeir sem hvað lengst hafa setið á þingi telja okkur ekki líkleg til stórræðanna og gera löngum lítið úr möguleikum okkar til að ná árangri. Ég vil hinsvegar tileinka okkur það sem Páll ritar Korintumönnum:

Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða. (1.Kor.1.26-27)

Það sem áhugamenn geta gert er ekki endilega verra en það sem atvinnumenn geta gert. Höfum hugfast að örkin var smíðuð af áhugamönnum, en Titanic af atvinnumönnum.

Kjósum Frjálslynda flokkinn.

Steinunn Kristín Pétursdóttir. Höfundur skipar 3ja sætið hjá Frjálslynda flokknum í Norðvestur kjö

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli