Frétt

SKG.is – Ágúst Guðmundsson | 22.03.2003 | 15:59Vínsmökkun - Munnur

Það að smakka vínið er það sem á endanum telur hvað mest við að gera vínið ógleymanlegt.
Það að smakka vínið er það sem á endanum telur hvað mest við að gera vínið ógleymanlegt.
Mikilvægi þess og ekki síður ánægjan af að skoða vín og lykta af víninu er vissulega mikil,en það að smakka vínið er það sem á endanum telur hvað mest við að gera vínið ógleymanlegt. Takið ykkur góðan munnfylli úr vínglasinu og veltið því um munninn nokkuð kröftulega,dragið inn súrefni og látið það leika um vínið til að auka á bragðflóru þess, eftir 15-20 sekúndur er best að spýta víninu ef smakka á fleiri vín, annars er að sjálfsögðu í lagi að njóta vínsins til fulls.
Tungan á okkur hefur nokkra bragðfleti, sætuna greinir maður fremst, til hliðanna má greina sýrustig og aftast á tungunni má svo greina beiskju, vín sem hafa háa sýru mynda oft vökva í munninum, þvert á móti eru það tannínin sem eru hvað mest áberandi í ungum rauðvínum sem hafa góða geymslu-eiginleika sem þurrka þig upp í munninum.

Þegar þú virðir fyrir þér glas af víni, skaltu fyrst íhuga margbreytileika vínsins og þyngd, en það koma til aðrir þættir sem ráða miklu um þetta tvennt m.a. vínþrúgutegund og aldur vínsins, góður Bordeaux myndi t.d. vera þéttari en ungt vín frá Beaujolais.

Ákveðin karakter-einkenni vína eru tengd mismunandi vínþrúgum, og jafnvel geta svæðin haft þar mikið að segja, ástralskur Riesling má t.d. lýsa sem víni með suðræna ávexti, meðan að Riesling frá Alsace myndi hafa léttari karakter og meiri sýru og sítrusávöxt.

Í vínum frá Gamla Heiminum eru ákveðnar vínþrúgutegundir sem hafa tilhneigingu til að tengjast einstökum svæðum, þessu til stuðnings má teljast nokkuð líklegt að vín úr Pinot Noir gæti komið frá Búrgundý, þetta sama getur átt við um vín frá Nýja heiminum, Marlborough er t.d. vínræktarsvæði í Nýja-Sjálandi þar sem áhersla er á hvítvín unnin úr Sauvignon Blanc þrúgunni.

Enn og aftur er niðurstaða þín aldrei röng á einu víni, lýsið því eftir bestu vitund, smökkun er og getur verið hvatning fyrir hvern og einn að skapa sér sinn eigin vínsmekk. Reynið svo að leggja á minnið hvað ykkur finnst gott og hvað er vont. Þegar þið þurfið eða ætlið svo að kaupa vín hvort heldur sem er í vínbúð eða á veitingahúsi farið þá eftir eðlisávísun ykkar sem þið hafið kannski verið að þróa reglulega með vínsmökkun.

Ágúst Guðmundsson,víndeild Globus hf.

skg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli