Frétt

| 08.12.2000 | 14:36Kristni á Vestfjörðum í 1000 ár

Myndin er tekin sumarið 1897 að lokinni hjónavígslu í Mýrakirkju. (Ársrit Sögufélags Ísfirðinga).
Myndin er tekin sumarið 1897 að lokinni hjónavígslu í Mýrakirkju. (Ársrit Sögufélags Ísfirðinga).
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 40. ár, er komið út. Að þessu sinni er ritið helgað einu málefni, þúsund ára sögu kristni á Vestfjörðum, en engu að síður fjölbreytt að efni. Reynt var að velja efnið þannig, að ekkert meginsvið þessa viðfangsefnis yrði útundan. Þannig má líta á grein Valdimars H. Gíslasonar sagnfræðings um sögu Mýrakirkju í Dýrafirði sem dæmi um sögu vestfirsks kirkjustaðar í aldanna rás.
Björn Teitsson sagnfræðingur og skólameistari ritar grein um verndardýrlinga kirkna á Vestfjörðum á miðöldum og bregður ljósi á annan þátt í sögu kirkjustaðanna. Tveir höfundar, þau Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og sagnfræðingur, og dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, sem hefur ritað allmikið um kirkjulist, fjalla um myndlist í kirkjum, en út frá gjörólíkum sjónarmiðum. Pétur Ármannsson arkitekt skrifar hugleiðingu um kirkjubyggingar. Gunnar Björnsson prestur og sellóleikari ritar grein um tónlistarflutning í kirkjum á Vestfjörðum. Pétur Bjarnason fyrrv. skólastjóri á Bíldudal og fræðslustjóri á Vestfjörðum bregður ljósi á störf sóknarprests í vestfirsku sjávarþorpi og fjallar um séra Jón Kr. Ísfeld á Bíldudal.

Einnig er í ritinu minnst Eyjólfs Jónssonar, sem var um langan aldur gjaldkeri Sögufélags Ísfirðinga og ritaði margt um sögu og ættfræði. Hann lést á síðasta sumri eftir langvinn veikindi. Jón Þ. Þór sagnfræðingur segir m.a. í minningarorðum um Eyjólf:

„Hann var víðlesinn, bókfróður, stálminnugur, ágætlega ritfær og umgekkst öll fræðileg viðfangsefni sín, hversu smávægileg sem þau kunna að virðast, af sömu nákvæmni og virðingu. Hef ég stundum velt því fyrir mér, hvort hann hefði ekki skipað sér í fremstu röð fræðimanna í sögu og íslenskum fræðum, hefði hann haldið til háskólanáms að loknu stúdentsprófi. Víst er, að hæfileika hafði hann nóga á því sviði. [...] Í frístundum sínum sinnti Eyjólfur fræðastörfum og grúski af atorku og áhuga. Framan af mun hann einkum hafa lagt stund á ættfræði og enginn maður var honum jafn fróður um vestfirskar ættir og persónusögu.“

Formaður Sögufélags Ísfirðinga er Jón Páll Halldórsson. Ritstjórar Ársrits Sögufélags Ísfirðinga eru Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson.

bb.is | 26.09.16 | 09:37 Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með frétt Dr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli