Frétt

Fréttablaðið | 21.03.2003 | 11:55„Ódýrar gálur fást á Íslandi“

Hundruð kvenna hafa tekið þátt í umræðum á feministinn.is í kjölfar þess að íslenskar flugfreyjur komu við sögu í sjónvarpsþáttaröðinni um mafíósann Tony Soprano. Reiði kvennanna beinist að forráðamönnum Icelandair, sem sagðir eru eiga sök á því orðspori sem nú fer af íslenskum konum um heimsbyggðina. Hér má finna nokkur sýnishorn: „...þá vil ég benda á að ennþá hanga uppi auglýsingar í neðanjarðarlestastöðvum hér í Bretlandi með fyrirsögninni „Dirty Weekend in Iceland“. Auglýsingin er myndskreytt með ungum stúlkum og einum ungum manni með leðju framan í sér í Bláa lóninu.
Dirty Weekend, eins og flestir sjálfsagt vita, hefur tvíræða merkingu í enskri tungu og vísar til helgar þegar notið er mikils kynlífs. Önnur auglýsing sem var hluti af þessari herferð og ég hef ekki séð eftir áramót lék sér einnig með álíka tvíræðni (man ekki nákvæmlega hvernig hún var, nema hvað fókusinn var á ljóshærða stúlku með húfu sem á stóð „love me“ - eða eitthvað í þeim dúr). Ég bar það undir nokkra Breta hvernig bæri að túlka þessar auglýsingar og einn svaraði umhugsunarlaust fyrir allan hópinn: „Cheap tarts in Iceland“. Hverjir borga fyrir þessi ósmekklegheit?...“

Og hér er kafli úr öðru bréfi: „Eða þessi gegndarlausa markaðssetning á Íslandi sem kvennabúri norðursins. Skælbrosandi kvenkyns ljóskur með rjúkandi hveri í baksýn. Á dögunum birtist grein í Berlingske Tidende um Reykjavík sem heitan pott næturlífsins. Þar er haft eftir barþjóni: „Ef maður sefur hjá stelpu getur maður verið viss um að vinur manns hefur sofið hjá henni líka.“

Það þarf tvo til að dansa tangó og því má ætla að farandbikarar ástarlífsins séu af báðum kynjum. Ef hugmyndasmiðum ferðamennskunnar dettur ekkert betra í hug en kynlíf mætti benda þeim á alla þá óbeisluðu orku sem leynist í íslenskum körlum. Erlendar konur eru gefnar fyrir ferðalög. Íslenskir rútubílstjórar og leiðsögumenn gætu verið fyrirtaks efniviður í dagdrauma þeirra.

Og þriðja bréfið er frá íslenskri konu í Bretlandi. „Ég er búsett hér í London og hef fylgst vel með þessum „Dirty Weekend“ auglýsingum sem Flugleiðir hefur birt víða í lestastöðum og annars staðar í borginni yfir nokkra ára skeið. Botninum var náð, fannst bæði mér og mínum enska maka, þegar ferðamönnum var, í einni auglýsingu, boðið upp á þá skemmtun að beita íslenskum konum kynferðislega áreitni, þ.e. „Pester a Beauty Queen.“ Svo mörg eru þau orð.

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli