Frétt

Kreml - Þröstur Freyr Gylfason | 21.03.2003 | 11:51Skemma stjórnvöld fyrir framboði?

Áður en kemur að aðal-stöffinu í greininni verður að minnast á formlegu atriðin. Fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan voru nákvæmlega þessi mál til umræðu á Alþingi Íslendinga. „Afstaða ríkisstjórnarinnar til hernaðarátaka í Írak“, hét það. Ögmundur Jónasson spurði á þingfundi: „Herra forseti. Ég vil beina þeirri ósk til hæstv. utanrrh. að hann skýri á mjög afdráttarlausan hátt hver stefna íslenskra stjórnvalda er í þessu máli.“
Og áfram hélt Ögmundur: „Nú er það svo að deilur standa um hvernig túlka beri ályktun öryggisráðsins nr. 1441. Annars vegar eru Bandaríkjamenn og Bretar sem segja að ályktunin veiti þeim heimild til innrásar í Írak ef á daginn kemur að Írakar búa yfir gjöreyðingarvopnum. Aðrir telja hins vegar að öryggisráðið þurfi að koma saman að nýju og álykta á nýjan leik.“

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra svaraði þessari spurningu mjög skýrt og heiðarlega: „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt.“

Mikið varð ég glaður í bragði þegar Halldór orðaði þetta svo skýrt. Með þessum orðum var Halldór ósammála þeirri skoðun Breta og Bandaríkjamanna um að ekki þyrfti aðra ályktun áður en farið yrði í stríð. Ísland stóð þarna klárt á principp-málunum. Því miður hefur það breyst og það er miður.

Ísland hefur boðið sig fram til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna af ástæðu. Vilji er til þess að Ísland beri meiri ábyrgð í alþjóðamálum heldur en það hefur gert. Í Öryggisráðinu mun Ísland taka þátt í því að leysa hnattræn vandamál. Hvernig getur það LEYST vandamál að styðja ríki í því að hunsa og sniðganga Öryggisráðið? Ekki lítur það vel út fyrir ríki sem sjálft hefur ákveðið framboð sitt til ráðsins. Væri ekki betra ef Ísland benti á það sem betur mætti fara? T.d. á reynslu Íslands af alþjóðalögum. Tökum einfalt dæmi: Reynsla okkar kennir að betra sé að halda sig við alþjóðalög eins og t.d. alþjóða-hafréttarreglur í stað yfirgangs eða ringulreiðar.

Þátttaka í starfi Öryggisráðsins verður mikilvægasta framlag sem Ísland getur veitt til varðveislu friðar og öryggis í heiminum. [Ef einhver er ekki sannfærð/ur um mikilvægi Öryggisráðsins nægir að benda á hvernig þar var komið í veg fyrir 3. heimsstyrjöldina á meðan Kúbudeilunni stóð.] Ef landið okkar ætlar þarna inn verðum við að vera tilbúin til að taka virkan þátt í ákvörðunum ráðsins, jafnvel þótt þær verði umdeildar. Þetta á ekki síst við um friðargæslu víða um heim eða refsiaðgerðir af ýmsu tagi gagnvart ríkjum, sem gætu hafa sagt sig úr lögum við samfélag þjóðanna.

Á síðustu dögunum fyrir Íraksstríðið nú heyrðum við fréttir af því hvernig Bandaríkjamenn og Bretar fóru til nokkurra af þeim ríkjum heimsins sem í dag sitja í Öryggisráðinu. Tilgangurinn var sá að afla stuðnings þessara ríkja við nýja ályktun Öryggisráðsins sem gæfi heimild fyrir stríði. Jafnvel var talað um hversu miklu fé ríkjunum hefði verið boðið í skiptum fyrir atkvæði þeirra.

Ekki gekk þeim að afla meirihlutastuðnings við nýja ályktunartillögu fyrir Öryggisráðið. Fór svo að tillagan var ekki tekin til atkvæðagreiðslu. Þess í stað kom fram ný túlkun á fyrri ályktunum Öryggisráðsins svo sem allir þekkja. Telja lögfræðingarnir (les. laga-listamennirnir) sem eru í vinnu hjá haukunum í Washington að ekkert hafi verið því til fyrirstöðu að fara í stríð.

Varðandi tilraunir til kaupa og sölu á atkvæðum ríkja Öryggisráðsins, þá er það ekkert launungarmál. Um þetta var fjallað á stóru fjölmiðlunum út um allan heim. Ef Ísland sest í Öryggisráðið, tímabilið 2009-2010, skulum við ekki taka í mál slíka starfshætti. Ísland mun þá taka upplýstar og yfirvegaðar ákvarðanir. Við skulum reyna eftir bestu getu að byggja upp traust annarra ríkja og byggja á grunngildum hinna Sameinuðu þjóða. Gerum lýðum ljóst að atkvæði Íslands í Öryggisráðinu verði aldrei falt fyrir fé.

Vonandi mun stuðningur íslenskra stjórnvalda við þau ríki sem hófu í gær stríð við Írak – og gengu framhjá Öryggisráðinu – ekki koma niður á framboði Íslands til Öryggisráðsins. Mikilvæg verkefni eru fyrir höndum.

– Þröstur Freyr Gylfason

Vefritið Kreml

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli