Frétt

bb.is | 19.03.2003 | 22:32Netnotendur beðnir að hafa gætur á því sem þeir sækja um Vefinn

Nokkur dæmi eru um að viðskiptavinir Símans hafi orðið varir við gjaldtöku á símtölum til útlanda sem þeir kannast ekki við á símreikningum sínum. Er það talið tengjast heimsóknum viðskiptavina á ákveðin vefsvæði á Netinu þar sem forriti er hlaðið í tölvuna. Þegar forritið er gert virkt slítur tölvan sambandi við innlenda netfyrirtækið og hringir símatal til útlanda. Af þeim sökum greiða notendur ekki lengur fyrir innanbæjarsímtal heldur útlandasímtal því tölvan beinir símtölum í gegnum erlendan netþjón.
Samkvæmt upplýsingum frá Símanum eru nokkur dæmi þess að viðskiptavinir hafi heimsótt ákveðin vefsvæði eða spjallrásir og hlaðið forritum og öðru efni um Netið með fyrrgreindum afleiðingum. Það á einkum við heimsóknir á vefsvæði sem bjóða klámfengt efni.

Í þeim tilvikum hafa netnotendur, sem hafa heimsótt fyrrnefnd svæði, hlaðið forriti um Netið og aftengst netþjóni íslenska netfyrirtækisins þegar forritið er gert virkt. Notandi verður ekki var við það þegar tölvan tengist erlendum netþjóni. Þá geta stillingar vegna áskriftar í mótaldi viðskiptavinar breyst og því verður notandi heldur ekki var við að öll hans notkun fer fram í gegnum erlenda netþjóna. Vitað er um nokkra viðskiptavini Símans sem hafa með þessum hætti tengst fjarskiptaneti í Ginea Bisseu og Sao Thome. Þá eru hringar sagðar tengjast Diego Garcia, sem er eyja á Indlandshafi. Ginea Bisseu er hins vegar í Vestur-Afríku og Sao Thome er eyja undan ströndum Vestur-Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er vitað til þess að erlend fyrirtæki, sem rekja starfsemi sína á Netinu, hafa beint símtölum til fjarskiptaneta fjarlægra svæða til þess að hafa af netnotendum fé.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bera símafyrirtæki ekki ábyrgð á því tjóni sem viðskiptavinir verða fyrir af þessum sökum þar sem fyrirtækin eru ekki ábyrg fyrir því sem fram fer á Netinu. Hins vegar hefur Síminn brugðið á það ráð að loka fyrir sjálfvirka afgreiðslu á símtölum til Ginea Bisseu en framvegis verður hægt að hringja með aðstoð talsímavarðar í talsambandi við útlönd í síma 1811. Lítil sem engin umferð á símtölum er sögð að öðru leyti til Ginea Bisseu. Það sama hefur verið varðandi símtöl til Sao Thome og Diego Garcia.

Heiðrún Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að sambærileg mál hafi átt sér stað hjá símfyrirtækjum erlendis þar sem viðskiptavinir hafi staðið frammi fyrir því að greiða háa símreikninga því þeir tengdust óafvitandi til útlanda. Hún bendir viðskiptavinum Símans Internet að fara varlega í að hlaða niður forritum og öðru efni frá erlendum vefsíðum. Góð leið sé að fylgjast reglulega með notkun og sundurliðun á þjónustuvefjum símafyrirtækjanna og bendir Heiðrún viðskiptavinum á að hægt er að fylgjast daglega með notkun á Þínum Síðum á siminn.is. Einnig sé foreldrum ráðlagt að fylgjast með netnotkun barna og unglinga.

,,Besta ráðið er að hafa stillingu á innhringisambandinu þannig að notandi þurfi að staðfesta tengingu í hvert sinn sem hringt er. Hægt er að skoða hvort tölvan sé tengd við réttan netþjón með því að smella á táknið í hægra hornið á skjá tölvunnar sem sýnir tvær tölvur. Þá birtist nafnið á netþjóninum.?

Hún segir að viðskiptavinir þurfi að vera vakandi fyrir því ef samband rofnar, sérstaklega ef tölvan tengist strax á ný en þá borgar sig að athuga hvaða netþjóni tölvan hefur tengst.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli