Frétt

Kreml - Sigurður Pétursson | 19.03.2003 | 16:32Sturlungaöld hin nýja

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Átta aldir eru nú liðnar síðan Íslendingar háðu grimmilegt innbyrðis borgarastríð. Örfáar valdaættir höfðu náð yfirráðum í öllum helstu héröðum landsins og ráðskuðust bæði með fólk og fénað. En eins og títt er þegar völd eru annarsvegar, þá fengu þessar ættir ekki nóg, því að þær sáu í hendi sér möguleikann á að ráða öllu landinu. Þær tóku að deila sín í milli um völd og áhrif, efnahagsleg og stjórnmálaleg. Þær söfnuðu um sig liði, neyddu bændur og búalið til að fylgja sér í orrustur í fjarlægum héröðum og fóru um sveitir með hópa manna, rænandi og meiðandi. Nokkrar stórorrustur voru háðar og margar smærri skærur áttu sér stað. Liðsmenn höfðingjanna féllu fyrir vopnum hvers annars. Aðrir urðu sárir og hlutu örkuml.
Endirinn varð sá að yfirráð landsins komust í hendur Noregskonungs, og síðar konungs Danmerkur, sem stjórnaði hér með hjálp innlendrar höfðingjastéttar í fimm aldir. Stöðnun ríkti og atvinnuvegir landsmanna tóku litlum sem engum breytingum fram á 19. öld. Landið var orðið eitt af fátækustu löndum álfunnar.

Því er þetta rifjað upp hér, að þróun íslensks þjóðfélags minni æ meira á aðdraganda Sturlungaaldar. Auðlindir landsmanna og auðæfi landsins færast í sífellt auknum mæli í hendur fárra fjölskyldna og stórfyrirtækja. Fáeinir einstaklingar hafa sópað til sín auðæfum í skjóli þeirra stjórnvalda sem nú hafa setið í átta ár svo engin dæmi eru um slíka auðsöfnun hér á landi, nema ef vera skyldi á ensku öldinni (15. öld) eða stríðsárunum seinni á síðustu öld. Heilu atvinnuvegirnir eru keyptir upp af fámennum hópi sem í skjóli aðgangs að fjármunum stórfyrirtækja, tryggingafélaga og fjármálastofnana geta nýtt sér smugur og skot í efnahagskerfinu til að auka ítök sín og völd (og tryggja sjálfum sér í leiðinni persónulega kaupauka, forkaupsréttindi, eftirlaunagreiðslur og starfslokasamninga upp á tugi og jafnvel hundruði milljóna). Allt þetta gerist á aðeins nokkrum árum í skjóli og undir verndarvæng þeirra afla sem stjórnað hafa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum síðasta áratug. Þeir hafa horft upp á þessa þróun undanfarin ár og látið sér vel líka, en jafnframt blásið á alla gagnrýni sem einstaklingar og hópar hafa leyft sér að hafa í frammi.

Það er ekki fyrr en öllum að óvörum að upp úr gruggugu hafi gróðaspekinnar taka að rísa fjölskyldur og fyrirtæki sem ekki var gert ráð fyrir á spilaborði forráðamanna tvíburaflokkanna í ríkisstjórninni, að uppi verður fótur og fit á því kærleiksríka heimili. Allt tal um frelsi peninganna, réttmæti markaðarins og allt að því guðlegt eðli auðmagnsins gufar upp eins og bensínfnykur og hverfur í þeim vindsveipum sem einkenna slagsmál gömlu og nýju peningaættanna. Alltíeinu er runnin upp Sturlungaöld í viðskiptaheimi landsins. Baráttan um völd í einstökum stórfyrirtækjum tekur á sig mynd bardaga höfðingjanna um áhrif og völd fyrir átta öldum. Og stjórnmálin blandast inn í eins og alltaf þar sem tekist er á um mikla hagsmuni. Stjórnarflokkarnir styðja sitt lið, gömlu peningaöflin, Kolkrabbann og Sísliðið. Einn fær Landsbankann og annar fær Búnaðarbankann. Og sumir fá ríkisábyrgðir og sérstaka lagafyrirgreiðslu á Alþingi. Önnur lið eru ekki í náðinni hjá stjórnarherrunum, þótt þeir hafi komist yfir peninga eftir þeim reglum sem þessir sömu herrar settu. Þeir skulu ekki hafa áhrif í tryggingafélögum, olíufélögum eða bönkum. Þeir skulu bara halda sig á mottunni. Leikurinn var ekki gerður fyrir þá. Þeir eru flautaðir útaf.

Og leyfi einhver sér að gagnrýna þetta óeðlilega andrúmsloft í þjóðfélaginu er Hannes Hólmsteinn yfirdómari sendur í alla spjall- og rabbþætti og látin spila yfir sömu klisjuna að minnsta kosti þrisvar í hvert sinn sem hann opnar munninn. Dugi það ekki til, fer hann bara inn á fréttastofurnar og kyrjar sönginn þar, eða skrifar í sorgarramma í gamla, góða Moggann. Komi fyrir að einhver vill ekki leyfa Hannesi að spila plötuna sína, þá er sá sami dæmdur óhæfur, óheiðarlegur og óheyrilega óheppilegur til að sinna sínu starfi. Sama á auðvitað við um alla hans samstarfsmenn líka. Gott ef þeir eru ekki allir komnir á mála hjá Jóni Ólafssyni og Baugsfeðgum, og það sem gæti verið enn verra: Hugsanlega hallir undir Samfylkinguna.

Meðan auðlindir þjóðarinnar sópast til örfárra stórfyrirtækja. Meðan fiskveiðiréttindin hlaðast á æ færri hendur. Meðan fjármagnseigendur njóta óhefts frelsis til undanskota, útlandaskota og frádragsskota. Meðan bankar og önnur stórfyrirtæki safnast á fárra hendur. Meðan við stefnum inn í nýja Sturlungaöld, þá sefur Davíð vel á nóttunni. En alveg eins og á Sturlungaöld hinni eldri, er það almenningur sem þarf að tekur á sig byrðarnar meðan valdhafarnir sofa vært. Hæsta matarverð í Evrópu, hæstu vextir, hæstu tryggingagjöld, næsthæsta bensínverð, hækkandi skattar á vinnandi fólk. Ekkert af þessu hel

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli