Frétt

| 07.12.2000 | 13:36„...og rumdi söngvarinn af hörku“

Sveinkar Satans mega heita hljómsveit kvöldsins en prógrammið var afar stutt.
Sveinkar Satans mega heita hljómsveit kvöldsins en prógrammið var afar stutt.
Menntstock, rokkhátíð Menntaskólans á Ísafirði, var haldin í gær í áttunda sinn. Að þessu sinni var hátíðin haldin í Sjallanum og munu um 50 manns hafa fylgst með. Að öðrum ólöstuðum mega Sveinkar Satans að líkindum teljast hljómsveit kvöldsins en þeir voru greinilega undir nokkrum áhrifum frá hljómsveitinni Primus. Prógramm þeirra var í styttri kantinum eða einungis tvö lög. Eftir fyrra lagið yfirgaf gítarleikarinn sveitina og hinir tveir sáu einir um seinna lagið. Tilraunir söngvarans til að fá gítarleikarann aftur á svið báru engan árangur og neyddust Sveinkarnir því til að hætta að spila.
Gleðisveitin var fyrst á svið en hún hefur getið sér gott orð fyrir líflega spilamennsku í partíum. Það var djarfur leikur hjá Gleðisveitinni að leika órafmagnað á hátíðinni en slíkt hefur aldrei verið gert áður. Textar þóttu góðir þegar þeir á annað borð skildust.

Stórpoppararnir í hljómsveitinni Sonic hafa sagst vera undir miklum áhrifum frá Sálinni hans Jóns míns og svipuðum hljómsveitum. Kom þetta nokkuð vel fram í tónlistarflutningnum. Skilja mátti á lagatextum að meðlimir Sonic væru fremur kynóðir. Flestir fjölluðu þeir um náttúru þeirra félaga eða reynslu af rekkjubrögðum og afrek á þeim vettvangi.

Þegar Sonic hafði lokið sér af fór á svið Freysteinn nokkur Gíslason. Lék hann einn á bassagítar um stund og fór mikinn. Lög hans voru þrungin hughrifum þó að áheyrendum hafi greinilega þótt þau heldur langdregin. Sökkti hann sér djúpt í tónsköpunina en uppskar lítil hvatningaróp.

Þungarokksveitin Illhugi pólski var fjölmennasta sveit kvöldsins. Fyrsta lagið var kraftmikið rokk og rumdi söngvarinn af hörku. Síðan sveiflaði Illhugi pólski sér fimlega milli tónlistarstefna, færði sig yfir í sykursætt gítarpopp og þaðan yfir í amerískt remburokk með tilheyrandi hetjusöng og óhóflegri notkun gítarsólóa. Svo virtist sem mönnum þætti ekki leiðinlegt að hlusta á tónlist Illhuga pólska.

Auk þeirra sem hér hafa verið taldir átti raftónlistarmaðurinn Ramaquain að spila. Tæknileg vandamál meinuðu honum hins vegar að leika tónlist sína.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli