Frétt

Leiðari 11. tbl. 2003 | 19.03.2003 | 14:13Menningarbærinn Ísafjörður

Þegar þau tíðindi spurðust, að ríkisstjórnin hygðist skáka fimm „menningarhúsum“ til jafnmargra byggðalaga og að Ísafjörður væri þar á meðal, rifjaði blaðamaður BB upp þau fleygu ummæli Ragnars H. Ragnar heitins, að hús væri ekki skóli.

Ef til vill átti þessi ábending blaðamannsins sinn þátt í því, að Ísfirðingar töldu ekki þörf fyrir fleiri hús en þegar eru fyrir, til að hýsa þá menningu sem hér blómstrar og haldið hefur nafni bæjarins á lofti svo eftir hefur verið tekið. Hús er nefnilega ekki menning frekar en skóli. Það sem á fínu máli kallast „menningarhús“ er einungis athvarf fyrir fólk þar sem það getur tjáð sig með tónum, í leik og með myndum eða hverju öðru því formi sem henta þykir til að færa sköpunargleði í búning og koma henni á framfæri. Að hugsanlegt framlag ríkisins í nýjan steinkassa væri betur komið til endurbóta og frágangs á því húsnæði sem fyrir er var skynsamleg ákvörðun.

Allt frá því að tónskáldið og organistinn Jónas heitinn Tómasson stóð fyrir stofnun fyrsta tónlistarskóla landsins á Ísafirði árið 1912 hefur tónlistargyðjan setið í öndvegi hér í bæ. Hróðurinn sem Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur áunnið sér langt út fyrir bæjarmörkin mun lifa áfram, svo lengi sem við stöndum saman um að halda merkinu á lofti. Hljómleikasalurinn Hamrar var þarft framtak og langþráð.

Saga Leikfélags Ísafjarðar og síðar Litla leikklúbbsins ber leiklist í bænum gott vitni. Dirfska frumkvöðlanna að ævintýrinu um Edinborgarhúsið á sér vart hliðstæðu. Sú listsköpun sem þar á eftir að eiga sér stað mun auka veg bæjarfélagsins og koma því til góða á margan hátt. Áhersla bæjarfélagsins í samningnum við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar speglast í „sérstöðu skólans sem alhliða listaskóla“, enda „um að ræða starfsemi sem er einstök á landsbyggðinni og því mjög dýrmæt fyrir samfélagið“, eins og Halldór Halldórssonar bæjarstjóri komst að orði við undirritun samningsins.

Þegar Byggðasafnið verður komið í hús í Neðstakaupstað mun það ásamt Sjóminjasafninu og umhverfinu sem þar er verða einhver heildstæðasta mynd yfir fyrri tíma byggingar og atvinnuháttu sem völ er á hérlendis. Að Safnahúsinu, Edinborg, Hömrum og Slunkaríki viðbættu fer ekki á milli mála, að Ísafjarðarbær hefur sitthvað upp á að bjóða ferðafólki til afþreyingar og varðveislu í minningasjóði hvers og eins.

Draumur um „Sydney-höll“ við Pollinn bíður betri tíma með fleiri blóm í haga.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli