Frétt

| 07.12.2000 | 11:53Fógetinn í Nottingham?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Það var athyglisvert, að þegar sjálfur stjórnarformaður SH og Þormóðs ramma - Sæbergs fékk birt við sig hefðarviðtal í Útvegi, málgagni LÍÚ, var það vafningalaust hvaða skilaboð væri mikilvægast að senda lesendunum. Þar fór ekkert á milli mála. Róbert Guðfinnsson og Útvegur mátu það svo, að ekkert væri jafn áríðandi og það að berja á trillukörlum og þeim sem komið hafa að því að móta löggjöfina um stjórn á veiðum smábáta. Helftin af viðtalinu var lögð undir þennan mikilvæga boðskap. Þeir um það.
Þannig hefst grein eftir Einar K. Guðfinnsson alþingismann í síðasta blaði Fiskifrétta. Einar heldur áfram:

Stjórnarformaðurinn er svo elskulegur að líkja okkur Einari Oddi við sjálfan Hróa hött, um leið og hann stillir sér upp sem svarinn andstæðingur þeirra sjónarmiða sem hann tileinkar okkur alveg sérstaklega. Það er ekki leiðum að líkjast og sjálfsagt að kvitta fyrir og þakka hólið. En af því að nauðsynlegt er að segja söguna alla, þá má ekki gleyma því að Hrói höttur átti lengst af í höggi við einn höfuðandstæðing. Sjálfan fógetann í Nottingham. Þannig var það nú.

Notadrjúgt fyrir byggðirnar

En um hvað snýst þetta mál?

Jú. Þannig er mál með vexti, að á árinu 1995 tókst ágætis samkomulag á Alþingi um að hlutur smábáta í þorskveiðinni yrði 13-14 prósent. Niðurstaðan var að við lýði yrðu í meginatriðum tvö stjórnkerfi smábáta auk aflamarksins. Svokallað þorskaflahámark og sóknardagakerfi, sem síðar hefur verið þróað þannig, að sóknareiningarnar verði framseljanlegar. Það er þetta fyrirkomulag sem svo mikilvægt er að verja.

Það er enginn vafi á því að þetta kerfi hefur verið gríðarlega notadrjúgt fyrir ýmsar veikar byggðir landsins. Án þess er ansi hætt við að dauflegt yrði um að litast í byggðum landsins. Það er rétt hjá Róbert Guðfinnssyni að þingmenn Vestfirðinga hafa verið ötulir talsmenn þessa fyrirkomulags. Einfaldlega vegna þess að það hefur verið til farsældar í byggðum landsins.

Með kápuna á báðum öxlum

Róbert reynir að láta líta svo út að þeir sem ekki hundskist til að styðja altækt kvótakerfi séu andstæðingar heilbrigðra atvinnuhátta og fjandskapist gegn markaðskerfinu. Þetta er fráleitt tal. Sjálfur er hann nú ekki sterkari á svellinu en svo, að þegar honum hentar, þá tekur hann það sem dæmi um vonsku smábátakerfisins að útgerðarmönnum sem geri út frá Vestfjörðum vegni betur við smábátaveiðar en útgerðarmönnum frá ónefndum stað á Norðurlandi. Það er auðvitað rétt hjá honum að fiskveiðistjórnun smábátanna er ekkert allsherjar öryggisnet fyrir alla, né allar sjávarútvegsbyggðir. Þetta kerfi reynir á færni manna og gerhygli, ekki síður en annar útgerðarmáti. Þess vegna er þetta fyrirkomulag ákjósanlegra en ýmsar þær handstýrðu byggðaaðgerðir sem stundum er flaggað.

Út á guð og gaddinn

Stjórnarformaðurinn segir að sá tími sé liðinn að menn geti leyst vanda tiltekinna byggðarlaga með fjármálalegum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og tiltækt var hér áður fyrr. Hann vill líka girða fyrir þann möguleika að þessar byggðir eigi aðgang að fiskimiðunum í gegnum fiskveiðistjórnarkerfi smábátanna. Af þessu má ráða að hann telji einfaldlega að byggðarlög, sem af ýmsum ástæðum missa frá sér veiðiheimildirnar, eigi bara að setja út á guð og gaddinn. Það er athyglisvert sjónarmið, sem ég vona að verði aldrei ofan á hjá þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi.

Tekið undir með LÍÚ

Það er athyglisvert að Róbert er farinn að tileinka sér það viðhorf, að staða byggðanna ráðist lítt af því hvort til staðar sé öflugur eða veikur sjávarútvegur. Þetta er fróðlegt. Eða ætli það skipti engu máli hvort fiskveiðiréttur sé til staðar í byggðunum eður ei? Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur svarað þeirri spurningu skýrt og skorinort. Það má sjá í stefnuyfirlýsingu samtakanna um byggðamál sem stjórn og aðalfundur hafa samþykkt. Undir þau sjónarmið má taka heilshugar. En þar segir orðrétt:

„Sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífs á landsbyggðinni. Útgerð, fiskvinnsla og skyld atvinnustarfsemi verður í fyrirsjáanlegri framtíð uppistaðan í atvinnulífi flestra byggðarlaga allt í kringum landið. Því má þó ekki gleyma að byggðarlög þurfa að eflast fyrir eigin styrk og þróast á grundvelli sérstöðu sinnar.“

Þegar allar bjargir eru bannaðar

Vestur á fjörðum höfum við illu heilli kynnst því öryggisleysi og vonleysi sem grípur um sig þegar fiskveiðirétturinn hverfur á braut. En sem betur fer

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli