Frétt

Múrinn - Katrín Jakobsdóttir | 18.03.2003 | 17:26Nú stöndum við vaktina

Yfirlýsing Bush í nótt um að Saddam Hússein hefði 48 stundir til að yfirgefa Írak varð til þess að vonir margra friðarsinna um að stríði yrði afstýrt dofnuðu mjög. Í mótmælum fyrir utan stjórnarráðið í morgun var þó enn baráttuhugur í mörgum. „Það minnsta sem maður getur gert er að afstýra íslenskum afskiptum af stríðinu“ sögðu sumir. En nú hafa Davíð og Halldór lýst yfir stuðningi við Kanann. Bandaríkjamenn eiga væntanlega eftir að nota Keflavíkurflugvöll til herflutninga og þannig styðjum við Íslendingar við bak stríðsherranna.
Og ekki aðeins með því. Með veru okkar í Atlantshafsbandalaginu stöndum við á bak við þetta árásarstríð. Með því að hafa oftsinnis leyft heræfingar hér á landi stöndum við á bak við þetta stríð. Þannig getum við ekki skorast undan ábyrgð. Þetta stríð er háð í okkar nafni, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Því er ekki skrýtið að margir hafi fyllst þreytu fyrir utan stjórnarráðið í morgun. Baráttumál okkar vinstrimanna tapast eitt af öðru. Í fyrradag voru fréttir af framkvæmdum við Kárahnjúka þar sem glaðbeittir fréttamenn töluðu við „hetjurnar“ sem eru að sprengja Dimmugljúfur. Í Sjónvarpinu var dagurinn sem skrifað var undir álsamningana kallaður „stór dagur í sögu Austfjarða“. Og nú mega vinstrimenn horfa upp á enn eitt stríð Vesturveldanna gegn fátækari þjóðum þessa heims.

Stríðið við Afganistan var aðeins byrjunin á þeim hildarleik sem Bandaríkjamenn heyja nú við ólíkar þjóðir. Fáir mótmæltu því stríði en nú fer andstaðan vaxandi enda fólk loksins að átta sig á því að hér verður ekki staðar numið. Heimurinn allur er undir. Orð Bush Bandaríkjaforseta um að þeir sem séu ekki með séu á móti eru orðinn veruleiki. Íraksstríð verður að öllum líkindum að veruleika eftir einn og hálfan sólarhring. Og fórnarlömb þess verða fyrst og fremst óbreyttir borgarar sem ekkert hafa til saka unnið.

Það er erfitt að halda áfram að andæfa þegar hvert vígið fellur á fætur öðru. En þá er hægt að hugsa til baka, til þeirra sem mótmæltu 1949 á Austurvelli þrátt fyrir ofsóknir og ofbeldi. Þeirra sem tóku þátt í að byggja upp verkalýðshreyfingu þrátt fyrir ofríki auðvaldsins og létu ekki bugast. Þeir stóðu sína vakt. Nú er það okkar að standa vaktina. Keik og bein.

kj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli