Frétt

Maddaman | 13.03.2003 | 17:11Framsóknarflokkurinn

Nú ætlar Maddaman að velta fyrir sér Framsóknarflokknum eins og gert hefur verið með aðra flokka síðustu daga hér á Maddömunni. Fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn í raun? Þetta virðist hafa vafist fyrir mörgum – sumir segja flokkur bænda og landsbyggðar, aðrir segja afturhaldsflokkur og einhverjir hafa sagt tímaskekkja. Framsóknarflokkurinn er fyrst og fremst félagshyggjuflokkur sem vinnur að umbótum þjóðfélags á hverjum tíma og tekur þátt í mótum samfélags á grunni jafnaðar og samvinnu. Flokkurinn er nútímamiðjuflokkur og er í alþjóðlegri keðju með systurflokkum sínum alls staðar í heiminum, Liberal Democrats (Frjálslyndir miðflokkar).
Fagmennska og efnd loforða hefur verið lykill framsóknarmanna og þjóðin veit það. Flokkurinn hefur allt frá stofnun 1916 verið í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum.

Eins og landslag stjórnmála er í dag er vart hægt að mynda stjórn án þátttöku framsóknarmanna. Ef Framsóknarflokkur fær lélega útkomu gæti verið erfitt að mynda stjórn.

Ekki er víst að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vilji starfa saman, en gæti þó gerst. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-grænir er ólíkleg stjórn, en gæti þó gerst. Vinstri-grænir, Samfylking og Frjálslyndir gætu náð meirihluta en það er ólíklegt, en gæti þó gerst. Af þessu sést að það er mjög mikilvægt að gengi Framsóknarflokks verði gott svo ekki komi upp stjórnarkrísa í vor.

Aldrei fyrr hefur verið rekin eins sterk og öflug utanríkisþjónusta og í tíð framsóknarmanna og upplýsingaflæði sem þjóðin fær á þeim vettvangi aldrei verið meira.

Landbúnaður hefur lengi verið milli tannanna á fólki og hafa framsóknarmenn opnað umræður og komið því til skila hvers vegna við verðum að hafa öflugan landbúnað, því sjálfstæð þjóð verður að geta fætt sig sjálf.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi hvað varðar jafnrétti milli kynja. Þrjár konur og þrír karlar leiða lista flokksins. Ungir framsóknarmenn eru víðast hvar í baráttusætum því jafnréttið nær ekki eingöngu til kynja heldur til aldurs líka.

Sterkustu listarnir eru tveir, annars vegar í Suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson leiðir en þeir Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi reynast traust bakland.

Hins vegar er Norðausturlistinn einnig mjög sterkur. Þar standa ofurráðherrarnir Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson fremstir meðal jafningja en á eftir þeim kemur Dagný Jónsdóttir formaður SUF.

Veikasti listinn er Reykjavík Suður en við höfum mikla trú á Jónínu Bjartmarz og hún á eftir að koma sterk inn þegar líða fer á baráttuna. Nýliðinn Björn Ingi Hrafnsson er í öðru sæti en hann á eftir að tryggja, í samvinnu við aðra, framsóknarþingmann inn í kjördæminu.

Flokkurinn fer að öllum líkindum aftur í ríkisstjórn, en þó er ekki víst að flokkurinn verði með sömu ráðuneyti. Þá er spurning hvort Magnús Stefánsson eða Hjálmar Árnason fari í stól ráðherra. Magnús yrði fínn samgönguráðherra en Hjálmar er frábært efni í menntamálaráðherra. Báðir gætu þeir farið í ráðuneyti eins og dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðneytið, sjávarútvegsráðuneytið eða umhverfisráðuneytið. Önnur eru nokkuð þaulsetin og ólíklegt þau losni.

Bjartasta vonin er Páll Magnússon í Suðvesturkjördæmi. En aðrar bjartar vonir sem skipa baráttusæti í kjördæmunum eru Dagný Jónsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Árni Magnússon. Aðrar bjartar vonir eru Bjarni Benediktsson í Norðvesturkjördæmi, Birkir Jónsson í Norðausturkjördæmi og Helga Sigrún í Suðurkjördæmi.

Í vinnslu er annar greinaflokkur um ungt fólk á listum flokksins. Þar verður betur fjallað um ungt framsóknarfólk sem er treyst í forystu. Óhætt er að fullyrða að fáir flokkar eiga eins margar bjartar vonir eins og Framsóknarflokkurinn.

Það eru allir framsóknarmenn inn við beinið, menn bara sjá það ekki sjálfir en aldrei er of seint að skipta um flokk.

Vefritið Maddaman

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli