Frétt

Vefþjóðviljinn | 13.03.2003 | 16:59Miðborgarframkvæmdastjóri ráðinn tíu vikur aftur í tímann

Jæja, ætli hneykslunarhellur og hvolsvellir séu ekki í startholunum? Ætli árvökulir fréttamenn, þessir sem hafa sífelldar áhyggjur af formreglum stjórnsýslunnar og ekki síður pólitískum stöðuveitingum, séu ekki rétt ófarnir á stað að kanna málið? Jú auðvitað. Auðvitað er bara spurning um mínútur hvenær þeir fjalla um að vinstrimeirihlutinn í Reykjavík var að ráða í sérstakt embætti framkvæmdastjóra miðborgar Reykjavíkur sem þannig er orðið eina hverfi borgarinnar og þó víðar væri leitað sem hefur sérstakan „framkvæmdastjóra“. Og fyrir valinu varð Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Kvennalistans.
Enginn þarf að efast um að fréttamenn eru á leiðinni niður í ráðhús að spyrja hvort starfið hafi ekki örugglega verið auglýst. Og þegar þeir hafa fengið loðið svar við þeirri spurningu þá munu þeir vitaskuld forvitnast um það af hverju ákvörðun um málið var skyndilega tekin í borgarráði á þriðjudaginn – og þá ákveðið að ráða Kristínu ekki frá og með þeim degi heldur frá 1. janúar síðastliðnum!

Það var nánar tiltekið 23. mál á dagskrá borgarráðsfundar 11. mars 2003 að ráða „framkvæmdastjóra miðborgarinnar“ frá og með 1. janúar sama árs. Þessu munu fréttamenn auðvitað velta fyrir sér, sem og því hvort ekki sé augljóst að ákvörðun um þessa ráðningu hafi verið tekin í síðasta lagi í desember en hins vegar verið haldið leyndri þar til nú að ákvörðunin er kynnt – sem tillaga Þórólfs Árnasonar en ekki Ingibjargar Gróu Gísladóttur sem nú er í fundaferð um landið að ræða breytt vinnubrögð í stjórnsýslunni.

Já fréttamenn, einkum þeir sem starfa á virtum fjölmiðlum eins og Fréttablaðinu og Stöð 2, munu fjalla ítarlega um það hvort staðreyndin sé ekki einfaldlega sú, að sú sem í raun hafi ákveðið þessa ráðningu, Ingibjörg Pandóra Gísladóttir, hafi verið að búa til veglegt embætti fyrir ágætan fyrrum þingmann Kvennalistans. Og af venjulegu hugrekki Ingibjargar hafi ráðningin verið falin þar til hún sjálf var komin í öruggt skjól og farin að túra um landið með Ellerti Schram.

Jú auðvitað munu fréttamenn fjalla um þetta. Og aðrir sem hingað til hafa haft miklar áhyggjur af pólitískum stöðuveitingum, þeir munu ræða þetta fram og til baka. Menn munu spyrja hvað komi næst. Hvort fleiri gamlir þingmenn vinstri flokkanna verði skipaðir framkvæmdastjórar einstakra póstnúmera. Aftur í tímann. Hinn vandaði fréttaskýringaþáttur, Spegillinn, mun fjalla um þetta og ræða málið við Herdísi Þorgeirsdóttur og Svan Kristjánsson sem ekki munu eiga orð.

Þannig verður þetta nú allt saman, börnin góð.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli